Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum sem tekin var upp síðasta sumar verður frumsýnd í gær. Myndin er fjölskyldumynd með vísun í sannsögulega atburði og er byggð á fyrstu bókinni í barnabókaflokki eftir Gunnar Helgason sem notið hefur mikilla vinsælda.
Haldnar voru prufur fyrir kvikmyndina í Vestmannaeyjum þar sem krakkar gátu komið og reynt fyrir sér fyrir hlutverk í myndinni. Í prufur mætti Ísey Heiðarsdóttir, hún komst áfram og reyndar alla leið, því hún er ein af aðalleikurum myndarinnar. Ísey sem er nýorðin 12 ára, er dóttir Lísu Njálsdóttur og Heiðars �?órs Pálssonar. Hún er ekki fædd í Vestmannaeyjum en er búin að búa hér með fjölskyldu sinni síðustu ár. Blaðamaður hitti Ísey ásamt móður sinni á dögunum.
Viðtalið í heild má nálgast í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í
vefútgáfu blaðsins.