Ástþór Hafdísarson nemandi í 4. �?J í Grunnskóla Vestmannaeyja vann til verðlauna í teiknisamkeppni MS um daginn. �?átttakan í keppninni var sérstaklega góð að þessu sinni en rúmlega 1.400 myndir bárust frá 60 skólum alls staðar að af landinu. Tíu myndir voru valdar og átti Ásþór eina af þessum tíu. Hann fékk fyrir það 40.000 krónur sem átti að nota fyrir bekkinn til að gera eitthvað saman.
Bekkurinn ákvað í sameiningu að fara og kaupa sér ís á Joy en afganginn ætla þau að gefa í söfnun ABC ,,börn hjálpa börnum”. Börnin er í samstarfi við ABC barnahjálp og hafa verið að safna fyrir átakið ,,börn hjálpa börnum”. En átakið er eins og heitið stendur fyrir, börn á Íslandi eru að hjálpa börnum annarstaðar í heiminum þar sem þörf er á því með því að ganga í hús og biðja um styrki. 4.�?J gaf 30.000 krónur í verkefnið og má þar með segja að peningunum hafi verið vel varið.