Heyrst hefur að annað framboð sé í undirbúningi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta verður listinn kallaður H-listinn ef hann fer fram. �?ar eru fólk eins og Íris Róbertsdóttir og Elís Jónsson oftar en ekki nefnd, en þau bæði hefðu boðið sig fram ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið í prófkjör.
Haldin var fundur á Kaffi Kró síðasta fimmtudag þar sem stuðningsmenn H-listans komu saman. Haft var samband við Írisi eftir fundinn en hún vildi ekki tjá sig um hann. Má áætla að ekkert muni heyrast frá þeim fyrr en Sjálfstæðisflokkurinn birtir sinn lista.
Á von á að nefndin ljúki störfum snemma í næsta mánuði
�?lafur Elíasson formaður uppstillingarnefndar fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Eyjafréttir að ekkert yrði gefið upp strax. �??�?egar Uppstillingarnefnd hefur lokið störfum þá mun hún skila sinni tillögu til fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum, áður en aðrir fá upplýsingar um efni tillögunar. Á von á að nefndin ljúki störfum snemma í næsta mánuði.�??
Listinn kynntur í vikunni
Sólveig Adolfsdóttir forsvarsmaður E-listans í Vestmannaeyjum sagði að allt væri þetta að koma. �??�?etta gengur vel og er allt á lokametrunum hjá okkur og náum við vonandi að kynna listann sem fyrst,�?? sagði Sólveig.