Margir tengja tónlistarmanninn Eyþór Inga Gunnlaugsson við Söngvakeppni sjónvarpstöðva en hann flutti eftirminnilega lagið, �?g á líf, fyrir hönd Íslands árið 2013. �?að má segja að tónlistarferill Eyþórs hafi blómstrað síðan þá. En það eru ekki allir sem vita að hann er einstaklega góð og fyndin eftirherma. Hann heldur tónleika og uppistand á Háaloftinu föstudaginn 6. apríl. Tónleikaröðin hefur gengið ótrúlega vel hjá Eyþóri og hefur alsstaðar orðið uppselt fyrirfram og jafnvel á aukatónleika.
Tónleikar og uppistand í Eyjum? Skemmtileg blanda, hverju á fólk von á? Fyrir þá sem sáu jólatónleikana í Landakirkju þá fengu þeir smjörþefinn af gríninu og bullinu sem fer fram á þessum tónleikum. Svipaður stíll á tónleikunum fyrir utan jólalögin en bara meira um sögur, eftirhermur og léttleika. Auðvitað eru þetta líka tónleikar og ég spila að sjálfsögðu nokkur vel valin lög bæði eitthvað sem hefur haft áhrif á mig í gegnum tíðina, eitthvað eftir mig eða bara eitthvað sem mér dettur í hug hverju sinni, eða jafnvel gestum. Fyrir hlé er þetta yfirleitt blandað en eftir hlé kemur algjör eftirhermu BOMBA. �?etta eru mjög lifandi tónleikar þar sem ég er einn á sviðinu og því getur allt gerst. Á efnisskránni er allt frá hugljúfum ballöðum yfir í örgustu fíflalæti.
Tónleikarnir mjög lifandi og breytast eftir stemningunni
Er uppistand eitthvað sem þú hefur verið að gera eða er þetta nýtt hjá þér?
�?að hefur rosalega mikið verið að færast í aukana hjá mér og það er alls ekki eitthvað sem ég lagði upp með. Í upphafi átti þessi tónleikaröð mín að vera svona á persónulegu nótunum, kósí kvöldstund með smá sögum og gríni milli laga. �?g er einn á sviðinu og tónleikarnir eru mjög lifandi og breytast stundum eftir stemningunni.
�?g fór svo í þá átt að reyna fá hlátur upp hjá gestum og á sumum tónleikum hefur þetta farið út í vitleysu hjá mér og gestum um stund, en það er bara gaman. �?etta og snapchat bullið hefur orðið til þess að ég hef mikið verið bókaður hjá hinum og þessum fyrirtækjum til að einmitt koma og kitla hláturtaugar gesta.
Hefur frá upphafi ferilsins verið duglegur að koma til Eyja
Nú kemur þú reglulega til Eyja að skemmta. Hefur þú einhverja tengingu hingað?
�?að hefur bara æxlast þannig, hef enga fjölskyldutengingu við Eyjar. En ég kom oft til Eyja eftir �??Bandið Hans Bubba�?� ævintýrið, þegar ég var að fóta mig sem trúbador. Spilaði mikið á skemmtistöðum og kynntist fólki sem ég fór síðar að vinna með t.d vegna þess að við létum okkur dreyma um að halda einhverja rokkveislu. Sem síðar varð SKONROCK og hefur það verið óskalög eða óskarock sjómanna núna í nokkur ár eða síðan 2008. �?g spilaði á fyrstu þjóðhátíðinni minni árið 2008 og ég hef næstum því komið fram hvert ár síðan.
Mér líður alltaf vel í Eyjum og það má segja að úr því ég hef verið svona duglegur að spila í Eyjum og Eyjamenn alltaf verið í miklu stuði að koma, njóta og eyða með mér kvöldinu, má segja að fólkið hér hafi aðstoðað mig við að þroskast og dafna sem flytjanda.
Lítið leyndarmál fyrir þá sem vilja spara pening
�?etta hefur orðið að einu að því allra skemtilegasta sem ég hef tekist á við og ég er sannfærður um að þetta kvöld verður ekkert leiðinlegt. Lítið leyndarmál fyrir þá sem vilja spara pening. �?að er ódýrara að kaupa miða í forsölu heldur en við dyrnar! �?annig að ég mæli með að fólk tryggi sér miða fyrirfram. Forsalan fer fram á midi.is og í Tvistinum í Eyjum.