Árshátíð nemenda í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum var haldin í síðustu viku. Vel tókst til og í samtali við formann nemendaráðs skólans, Sirrí Sæland, var þetta fjölmennasta árshátíð sem haldin hefur verið í skólanum. �??Við vorum með þjóðhátíðarþema og fengum Audda og Steinda sem veislustjóra. Síðan voru Dj Sælleddu (Hákon Jónsson), Auddi, Steindi, Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar sem sáu um ballið, sagði Sirrí. Einsi Kaldi sá um matinn og bauð hann upp á hlaðborð af girnilegum mat.
�??�?etta er ein stærsta og fjölmennasta árshátíð sem haldin hefur verið fyrir FÍV og heppnaðist hún ótrúlega vel! Erum meira en sátt með hana,�?? sagði Sirrý að lokum.
�?g er svo lánsöm að fá að vera þarna með nemendum
Helga Kristín Kolbeins skólameistari var mjög ánægð með árshátíðina og nemendur. �??�?etta var frábær árshátíð. Vel að henni staðið, nemendurnir svo flottir allir að skemmta sér. Nemendafélagið stóð sig svo vel og ánægjulegt hvað allir eru tilbúnir að aðstoða til að gera hátíðina svona veglega. Einsi Kaldi, Daddi í Höllinni og það eru auðvitað svo margir sem koma að svona skemmtun og allir bara að standa sig. �?g er svo lánsöm að fá að vera þarna með nemendum og það var bara gaman,�?? sagði Helga Kristín í samtali við Eyjafréttir.