Föstudaginn 6. apríl 2018 verður Blái dagurinn haldinn hátíðlegur í fimmta sinn.Markmið Blár Apríl er að auka vitund og þekkingu almennings á einhverfu og að safna fé sem rennur óskert til styrktar málefnum sem hafa bein áhrif á börn með einhverfu og fjölskyldur þeirra. Við hvetjum vinnustaði, skóla og stofnanir til að hafa bláa litinn í heiðri á Bláa deginum, að fólk klæðist bláum fötum og veki þannig athygli á góðum málstað.