Í síðasta tölublaði Eyjafrétta var fjallað ítarlega um tálmunarmál Garðars Heiðars Eyjólfssonar í opnuviðtali. Aðdragandinn teygir sig aftur til ársloka 2014 þegar Garðar og barnsmóðir hans ákveða að láta gamlan draum rætast að flytja tímabundið til Spánar sem þau á endanum gera sumarið 2015. Áður en árið var úti var Garðari nokkuð ljóst að ekki væri allt með felldu eins og rakið er í viðtalinu. Í þessum fyrri hluta var látið staðar numið á lögreglustöð á Spáni þar sem Garðar var látinn dúsa í fangaklefa vegna ásakana um andlegt ofbeldi og líflátshótanir í garð barnsmóður sinnar og barna.
Viðtalið má finna í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í
vefútgáfu blaðsins.