Á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs á miðvikudaginn lá fyrir erindi frá Beluga Building Company Ehf þar sem óskað var eftir afnotum að Klettsvík vegna griðarsvæðis fyrir hvali.
Tók ráðið vel í erindið eins og sést á niðurstöðu þess og vísaði því til afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsráðs:
“Ráðið er jákvætt fyrir erindinu og gerir ekki athugasemdir við að tilgreint svæði verði nýtt sem griðarsvæði fyrir hvali. Ráðið bendir þó á að umrætt svæði er hluti af athafnasvæði Vestmannaeyjahafnar og því verði óhjákvæmilega að gera ráð fyrir að vart verði við skipaumferð um svæðið og aðra tilheyrandi starfsemi m.a. uppsetning, endurnýjun og viðhald stálþilja og annarra hafnarmannvirkja. Að öðru leyti er erindinu vísað til afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsráðs.
“