Í dag veitti Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda 21 veitingastöðum viðurkenninguna �??Icelandic Lamb Award of Excellence�??. Viðurkenningu hlutu veitinga- og gististaðir fyrir framúrskarandi matreiðslu á íslensku lambakjöti og eftirtektarverð störf við kynningu á íslensku lambakjöti til ferðamanna.
�?etta er í annað sinn sem viðurkenningar eru veittar samstarfaðilum Icelandic Lamb á sviði veitinga- og gististaða. Dómnefnd skipuð þeim Sigurbjörgu Jónasdóttur útvarpskonu hjá R�?V, Dominique Plédel Jónsson hjá SlowFood Reykjavík og Hafliða Halldórssyni verkefnastjóra hjá Icelandic Lamb valdi staðina sem hlutu viðurkenningar að þessu sinni.
Yfir 90 íslenskir veitingastaðir eru samstarfsaðilar sauðfjárbænda í gegnum verkefnið Icelandic Lamb sem ætlað er að undirstrika sérstöðu íslenskra sauðfjárafurða með tilvísun til uppruna, hreinleika og gæða. Árangurinn hefur farið fram úr björtustu vönum og sala á lambakjöti aukist verulega hjá veitinga- og gististöðum sem taka þátt í verkefninu. Einn af veitingastöðunum sem fengu viðurkenninguna er Slippurinn í Vestmannaeyjum en það var Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumeistari og einn eiganda Slippsins, sem tók á móti verðlaununum eins og sést á meðfylgjandi mynd.
Staðirnir sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni eru:
Bjarteyjarsandur Hvalfirði
Eldhúsið Restaurant-Gistihúsið Egilsstöðum
Fiskfélagið
Fiskmarkaðurinn
Fosshótel Jökulsárlón Restaurant
Grillið- Hótel Sögu
Haust Restaurant – Fosshótel Reykjavík
Hótel Anna
Hótel Smyrlabjörg
Íslenski Barinn
Kopar
Lamb Inn Eyjafjarðarsveit
Matarkjallarinn
Múlaberg Bistro
Narfeyrarstofa
Rústík
Salka Húsavík
Slippurinn Vestmannaeyjum
Sushi Social
Von Mathús Hafnarfirði
VOX