Í gær var fundur hjá bæjarstjórn með samgönguráðherra og hans fólki. Á fundinum lagði ráðherra fram drög að rekstrarsamningi sem gerir ráð fyrir að Vestmannaeyjabær taki við rekstri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs þegar nýtt skip kemur til þjónustu í haust. Samningurinn gerir ráð fyrir talverðri þjónustuaukningu svo sem fleiri ferðum og fleira, sagði Elliði Vignisson bæjarstjóri eftir fundinn.
Yfirlýsing frá bæjarstjórn eftir fundinn
�??Við erum afar þakklát fyrir þann hug sem þessi fundur bar með sér. Ráðherra leggur með þessu þunga áherslu á að mæta þeirri miklu óánægju sem er með stöðu samgangna hér í Eyjum og vill að þegar ný ferja hefur þjónustu verði strik dregið í sandinn og horft til nýrra tíma. Fari svo að við náum saman um rekstur munu bæjarbúar verða varir við umtalsverða breytingu. Markmið bæjarstjórnar er enda að nota þann stutta samningstíma sem um er að ræða til að tryggja að Herjólfur verði færður nær því að vera séður sem þjóðvegur og þjónusta og verð taki mið af því.
Við höfum þó lært að kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Nú þegar þessi sameiginlegi vilji ráðherra og bæjarstórnar liggur fyrir, auk skilgreiningar á þjónustu langt umfram það sem við höfum áður séð, er ljóst að næst kemur málið til með að snúist um krónur og aura. Við gefum okkur helgina til að fara yfir málið, fundum með stýrihópnum á mánudaginn og væntanlega með ríkinu á þriðjudaginn. Jafnvel þótt svo illa fari að upp úr viðræðum slitni þá hefur hér með verið skilgreint nýtt gólf í þjónustu við Eyjamenn. �?ótt vilji okkar til að ljúka þessu verki með ríkinu sé einlægur og einbeittur þá er stóra málið að tryggja samfélaginu í Vestmannaeyjum ætíð sem besta þjónustu. �?að er markmiðið og ekkert annað�??