Handboltamaðurinn Agnar Smári Jónsson ætti að vera flestum Eyjamönnum kunnugur en hann hefur spilað með ÍBV meira og minna frá árinu 2013 eftir að hafa sagt skilið við uppeldisfélag sitt Val. Agnar var lykilmaður í liði ÍBV sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2014 en hann skoraði t.a.m. 13 mörk í oddaleiknum gegn Haukum á Ásvöllum. Árið eftir skrifaði hann undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Mors-Thy en sneri aftur í ÍBV einungis hálfu ári seinna eftir misheppnaða dvöl. Staðráðinn í að ná handboltaferli sínum á flug á nýjan leik ákvað Agnar síðasta sumar að segja skilið við áfengi og í kjölfarið ferðast til Tælands þar sem hann dvaldi í þrjár vikur í æfingabúðum. Segja má að þessi ákvörðun hafi reynst gæfuspor enda Agnar búinn að spila glimrandi vel á tímabilinu og átt stóran hlut í velgengni ÍBV en frammistaða hans hefur m.a. skilað honum sæti í B-landsliði Íslands.
Viðtalið í heild má finna í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í
vefútgáfu blaðsins.