�?g vil þakka Guðríði nágrannakonu minni fyrir áskorunina og þennan frábæra kjúklingarétt sem hún bauð uppá. �?g ætla að gefa uppskrift af 3 réttum.
Forréttur:
Saltfisktartar
�?� 350 gr saltfiskur vel útvatnaður (helst hnakkastykki)
�?� 4 msk kapers
�?� 1 stk sítróna
�?� ½ búnt steinselja
�?� 1 stk tómatur (kjarnin tekinn úr)
�?� 3 skvettur ólífuolía
�?� Nýmalaður svartur pipar
�?� Salt ef þarf
Fiskurinn er skorinn í litla teninga og settur í skál. Kapersinn skolaður í köldu vatni og saxaður ásamt tómati og blandað við fiskinn. Börkurinn af sítrónunni er raspaður yfir og safinn kreistur yfir. Steinseljan er smátt söxuð út í ásamt pipar eftir smekk og skvettu af olíu. Blandað vel í skálinni og látið marinerast í 5 mínútur (saltað ef þarf).
Sett á disk og borið fram með góðu brauði sem er jafnvel penslað með hvítlauksolíu og ristað í ofni.
Aðalréttur:
Ofnbakaður lax með sellerí-rótarmauki og mangósalsa
�?� 800 gr ferskur lax (skorinn í jafnar steikur)
�?� Smátt söxuðum ferskum chilli, engifer og hvítlauk blandað saman í skál ásamt olíu
Penslið yfir fiskstykkinn og saltið smá með flögusalti.
Bakið í ofni við 180 gráður í 8-10mín eftir þykkt og smekk.
Sellerírótarmauk
�?� 1 stk sellerirót (afhýdd og skorin
í litla bita)
�?� 200 ml mjólk
�?� 50 gr smjör
�?� 50 gr rjómaostur
�?� Salt og pipar
Setjið rótina í pott og sjóðið með mjólk þar til hún er mjúk. Maukið ásamt smjöri og rjómaosti, saltið og piprið.
Mangósalsa
�?� 1 stk ferskt mangó
�?� 1 stk rauðlaukur
�?� ¼ agúrka (kjarnhreinsa)
�?� ¼ rauð paprika
�?� 1 stk tómatur
�?� 1 msk kóriander
�?� Safi og rifinn börkur af ½ límónu
�?� 1 tsk maldon salt
�?� Svartur pipar
Allt smátt skorið og blandað saman.
Eftirréttur:
Panna cotta með Mojito jarðaberjum
�?� 2,5 dl rjómi
�?� 2,5 dl nýmjólk
�?� 3 matarlímsblöð
�?� 50 gr sykur
�?� 1 vanillustöng
Leggið matarlímið í bleyti
Skafið vanillufræin úr stönginni og setjið í pott ásamt rjóma,mjólk, sykrinum og stönginni sjálfri
Hitið á miðlungshita að suðu, kreistið vatnið af matarlíminu og blandi saman við rjómablöndu og hrærið þar til uppleyst. Látið kólna niður í stofuhita (ca. 20 mín) hrærið og skiptið í glös og setjið í kæli í 3 tíma.
�?� 250 gr jarðaber
�?� 5 myntulauf
�?� 3 tesk hrásykur
�?� 1 límóna
Skera jarðaber og myntu smátt og setja í skál ásamt hrásykri, rifa límónu börk yfir og smá af safa eftir smekk. Geymið í kæli.
�?að er best að halda þessu áfram í Smáragötunni og klára botnlangann, þannig að ég skora á Bergstein Jónasson sem næsta matgæðing.