Föstudagskvöldið 4. maí verður grískt þemakvöld í Eldheimum. Hugmyndin kom upp fyrir all mörgum árum hjá Kristínu Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra Eldheima, en hún er mikill Grikklandsaðdáandi og hefur langað að halda svona �??mini�?� Grikklandshátíð frá því hún flutti aftur til Eyja fyrir rúmlega 13 árum. Hún og kokkinn Einar Björn Árnason hafa marg rætt þetta og þegar fékkst styrkur uppí að flytja tónlistarmennina til landsins var komið að því að þessi draumur yrði að veruleika. Rotary og Uppbyggingarsjóður Suðurlands styrkja viðburðinn.
Kári Egilsson píanaleikari mun hefja kvöldið á að leika nokkur lög í byrjum kvölds.
Einsi Kaldi ætlar að bjóða uppá grískt og gómsætt grill. Egill Helgason Grikklandsáhugamaður og aðdáandi talar um hina einstöku Grikki og Grikkland. Hápunktur kvöldins verður svo þegar Grísku tónlistarmennirnir Marc Alexey og Damian Staringares flytja ástsæl grísk þjóðlög og dægurlög fyrir gesti. Kristín sagði í samtali við Eyjafréttir að markmiðið væri að bjóða uppá eitthvað aðeins öðruvísi og skemmtilegt. �?að er ekki á hverjum degi sem boðiðp er uppá grískan mat og tónlist. �?að er líka mjög skemmtilegt að fá þá feðga Egil Helgason og Kára Egilsson til að vera með. Egill er manna fróðastur um Grikkland og Kári er einn af okkar efnilegustu ungu píanóleikurum. �?g hvet Grikklandsáhugafólk og aðra áhugamenn um góðar skemmtanir til að mæta, lofa frábæru kvöldi og hlakka mikið til.�?�sagði Kristín að endingu.