Fyrr á þessu ári voru sett á laggirnar Samtök íslenskra handverksbrugghúsa en tilgangur samtakanna er að standa vörð um hagsmuni handverksbrugghúsa með því að fylgja eftir nokkrum mikilvægum hagsmunamálum, svo sem að smærri áfengisframleiðendum verði veittur afsláttur af áfengisgjaldi og að framleiðendur fái að selja vörur sínar beint til almennings eins og tíðkast á öðrum Norðurlöndum. The Brothers Brewery er eitt brugghúsanna sem eru aðilar að samtökunum og er Jóhann Guðmundsson, bruggmeistari, meðstjórnandi í stjórn samtakanna. Hér að neðan má sjá fréttatilkynningu samtakanna sem send var út fyrr í dag:
Í febrúar síðastliðinum komu eigendur íslenskra handverksbrugghúsa saman og stofnuðu Samtök íslenskra handverksbrugghúsa, á ensku Independent Craft Brewers of Iceland. Samtök þessi eru hagsmunasamtök smærri áfengisframleiðanda á Íslandi, sem gerja og framleiða áfengi í eigin framleiðslutækjum. Í samtökunum eru nú 21 handverksbrugghús um land allt.
Skilgreiningin að handverksbrugghúsi er að bandarískri fyrirmynd. �?rjú atriði einkenna handverksbrugghús: áhersla á gæði, stærð og sjálfstæði. Handverksbrugghús fara ótroðnar slóðir er kemur að hráefnum, en hafa gæði framleiðslu sinnar ávallt að leiðarljósi. Handverksbrugghús eru í eðli sínu smá, með framleiðslu undir milljón lítrum á ári. Að auki má framleiðandi sem ekki telst handverksbrugghús skv skilgreiningu ekki eiga eða stýra meira en 25% í brugghúsi til að það uppfylla skilyrði samtakanna.
Aðilar í samtökunum mega setja merki samtakanna á afurðir sínar. Neytendur geta þannig séð á vörunni að brugghúsið hefur gæði í fyrirrúmi samkvæmt leiðarljósi samtakanna. Merkið auðveldar einnig neytendum að velja stuðning við smærri óháða framleiðendur á Íslandi.
Samtökin hyggjast standa vörð um hagsmuni handverksbrugghúsa með því að fylgja eftir nokkrum mikilvægum hagsmunamálum. �?ar með talið; að hér á landi verði smærri áfengisframleiðendum veittur afsláttur af áfengisgjaldi í samræmi við venjur og heimildir úr Evrópusambandinu. Einnig að framleiðendur fái að selja framleiðslu sína beint til almennings út úr verksmiðju sinni, eins og tíðkast á öðrum Norðurlöndum þar sem ríkið hefur einkaleyfi á áfengissölu. Að síðustu vilja samtökin standa vörð um aðgengi handverksbrugghúsa með vörur sínar á bari og í verslanir ÁTVR.
Í vor munu samtökin gefa út landakort er sýnir staðsetningu handverksbrugghúsa umhverfis landið. Með því verður hægðarleikur fyrir fólk á ferðalagi að heimsækja handverksbrugghús og leita uppi afurðir þeirra í heimabyggð, en handverksbrugghús eru staðsett í öllum fjórðungum landsins; frá Ísafirði að Breiðdalsvík, Vestmannaeyjum að Húsavík, svo nokkrir staðir séu nefndir.
Stjórn samtakanna skipa Sigurður Snorrason formaður, Berglind Snæland ritari, Haraldur �?orkelsson gjaldkerfi, Elvar Ingimarsson og Jóhann Guðmundsson meðstjórnendur.
Aðilar að Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa, 18. apríl 2018:
Austri brugghús Egilsstaðir
Bastard / brewpub Reykjavík
Beljandi brugghús Breiðdalsvík
Bjórsetur Íslands Hólar í Hjaltadal
The Brothers Brewery Vestmannaeyjum
Brugghús Steðja Borgarnes dreifbýli
Brugghúsið Draugr Hvalfirði
Bruggsmiðjan / Kaldi Árskógssandi
Bryggjan Brugghús Reykjavík
Dokkan brugghús Ísafirði
Eimverk distillery Garðabæ
Gæðingur Skagafirði
Húsavík�?l Húsavík
Jón Ríki brewery & restaurant Höfn í Hornafirði
Malbygg Reykjavík RVK Brewing Co. Reykjavík
Segull 67 brewery Siglufirði
Smiðjan brugghús Vík í Mýrdal
�?gir brugghús Reykjavík
�?lverk Hveragerði
�?lvisholt brugghús Selfoss dreifbýli