ÍBV mætir rúmenska liðinu Turda í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu á morgun kl. 15:00 en leikurinn fer fram í Vestmannaeyjum. Forsala miða hófst í Tvistinum í gær og eru allir hvattir til að mæta tímanlega í húsið á morgun til að hvetja strákana. Í samtali við Eyjafréttir sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, verkefnið leggjast vel í sig og hvatti jafnframt fólk til að fjölmenna á völlinn.
�??�?etta leggst bara vel í mig, þetta er hörku lið. �?etta verður erfitt verkefni og vonandi skemmtilegt líka.�??
Hvernig er staðan á þínum mönnum, eru allir heilir? �??Aggi er enn þá meiddur eftir að hafa orðið fyrir hnjaski í leiknum gegn ÍR og það verður bara að koma í ljós um helgina hvort hann verður tilbúinn. Aðrir ættu að vera heili,�?? segir Arnar.
Hvað veistu um Turda liðið? �??�?eir eru búnir að bæta við sig töluvert af leikmönnum frá því þeir spiluðu við Val, t.d. öfluga skyttu frá Frakklandi. �?eir fóru náttúrulega alla leið í úrslit í fyrra og hafa mikla reynslu í evrópukeppni. En vonandi er ekkert sem á eftir að koma okkur mikið á óvart í leiknum,�?? segir Arnar og hvetur stuðningsmenn liðsins til að mæta.
�??Stuðningsmennirnir skipta öllu máli, þeir hafa verið frábærir í vetur og á ég ekki von á öðru í þessum leik.�??