Herjólfur tók niðri á útleiðinni frá Landeyjahöfn í hádegisferðinni í dag. Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Sæferða sagði í samtali við Eyjafréttir að af þessum sökum var tekin ákvörðun um að seinka næstu brottför frá Eyjum úr 15:30 í 17:00 og frá Landeyjahöfn úr 17:10 í 17:45 og sigla svo það sem eftir lifir dags skv. áætlun. �??Dýpkunarskipip var á vettvangi og var skipstjóri Herjólfs í sambandi við kollega sinn þar og því fór dýpkunarvinna strax af stað þar sem Herjólfur tók niðri. �?etta er aldrei gott og erfitt að þetta sé staðan þegar einn og hálfur mánuður er síðan höfnin opnaði í byrjun mars,�?? sagði Gunnlaugur