�?egar blaðamaður heyrði í Sverri Haraldsssyni sviðsstjóra bolfisks hjá Vinnslustöðinni, en hann var ásamt fleirum staddur í Brussel á sjávarútvegsýningunni þar. �??Fyrsti sýningardagur í dag og búið að ganga mjög vel, mikið af fólki á básnum hjá okkur. Erum hér með allt okkar sölufólk.�??
Sverrir sagði að Sleipnir fór af stað um helgina eftir hrygningarstoppið og hafur verið að fá ágætan afla. �??Brynjólfur og Drangavík hafa verið að landa humri á Djúpavogi síðustu viku. Við höfum verið að nýta tímann betur til veiða með því að landa þar og flytja aflann til okkar. Humaraflinn hefur verið viðunnandi síðustu viku, miðað við að veður og aðrar aðstæður hafa verið frekar erfiðar. Sindri hefur mest verið að veiða karfa undanfarið og gengið vel,�?? sagði Sverrir.
Vona að kolmunninn gefi sig í íslensku lögsögunni
Eyþór Harðason útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu sagði í samali við Eyjafréttir að uppsjávarskipin hafi verið að veiða kolmunna í færeysku lögsögunni í apríl. �??Við erum að klára okkar ca. 10.000 tonn sem við megum veiða þar, og síðan þurfum við að vona að kolmunninn gefi sig í íslensku lögsögunni í sumar eða haust með það sem eftir er.�??
Síðan taka við slippar hjá Álsey, Heimaey og Sigurði nú í maí. �??Bolfiskskipin Dala Rafn og Suðurey hafa veitt vel hér í nágrenni við Eyjar undanfarið með góðum árangri og haldið uppi stöðugri vinnslu í frystihúsum félagsins,�?? sagði Eyþór.