Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á föstudaginn var fjallað um samning milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hafði verið fram af hálfu Ríkisins. Á fundinum samþykkti bæjarstjórn samninginn einróma eins og flestir vita og þar með er bærinn að taka við rekstri Herjólfs eftir að nýtt skip hefur þjónustu eigi síðar en 8. okt. 2018
�?ll töf séð sem höfnun á samningnum
Fyrr á fundinum leit samt ekki út fyrir að samþykkið yrði einróma. En varabæjarfulltrúi E-listans lagði fram tillögu á fundinum að bæjarstjórn myndi fresta málinu, boðað yrði til borgarafundar þar sem samningurinn yrði kynntur og í kjölfarið yrði íbúakosning. �?etta breytti töluvert framgangi á fundinum og taka þurfti tvö fundarhlé á honum en hann stóð í tvær klukkustundir. Sjálfstæðismenn töldu hinsvegar að ef þeir myndu samþykkja tillögu E-listans að þá væru bæjaryfirvöld að hafna samningsboði ríkisins, en ríkið gaf aðeins 48 klukkustundir til að samþykkja tilboðið.
Í bókun frá Sjálfstæðismönnum eftir fundinn segir, �?? í minnisblaði stýrihóps segir að öll töf og/eða fyrirvarar verði séð sem höfnun á samningnum og vera til þess að reksturinn verði boðin út. Ennfremur segir. Af þessum sökum hefur ráðgjafahópurinn fengið skýr skilaboð um að afstaða bæjarstjórnar verði að liggja fyrir í síðasta lagi í þessari viku ef Ríkið á að geta gengið til samninga.�??
�?g er stoltur af því að tilheyra þeim samhenta hópi sem skilar af sér þessum verkum
Elliði Vignisson sagði eftir bæjarstjórnarfundinn vera bæði stoltur og ánægður. �??�?g er ánægður með þetta risaskref sem nú er tekið í átt að því að færa Herjólf nær því að vera þjóðvegur með aukingu á ferðum um hátt í 600, aukinn afslátt heimamanna, nýju bókunarkerfi og fleira. �?g er stoltur af því að tilheyra þeim samhenta hópi sem skilar af sér þessum verkum og fær þar með að leggja verk sín í dóm kjósenda.�??
Aðspurður um tillögu Eyjalistans sagði Elliði að hún hefði komið á �??Eyjalistinn hefur hvergi dregið af sér í baráttunni fyrir bættum samgöngum og þau Stefán og Auður eiga upp á hár jafn mikið í þessum árangri og við Sjálfstæðismenn. �?að varð mér því mikil undrun þegar hann flutti allt í einu tillögu sem hefði jafngilt því að samningnum væri hafnað. Við Sjálfstæðismenn gerðum strax grein fyrir því að við myndum ekki hoppa frá þessum góðu verkum og svo fór að lokum að tillagan var samþykkt einróma. Mér fannst það betra og ekki síst fyrir Stefán og Auði sem staðið hafa sig afar vel í þessu mál eins og svo mörgum öðrum.�??
Stofna ohf. til að koma í veg fyrir að bæjarsjóður verði ábyrgur fyrir þessum rekstri
Elliði sagði að næstu skref væru að ljúka undirritun samningsins og síðan að stofna ohf til að koma í veg fyrir að bæjarsjóður verði ábyrgur fyrir þessum rekstri. �??Síðan verður skipuð stjórn og ráðinn framkvæmdastjóri. �?ar næst er að byrja að móta þá framtíðarsýn sem við Eyjamenn höfum og tryggja að hagsmunir bæjarbúa séu ráðandi í öllu sem að þessum rekstri snýr.�??
Elliði sagði að þetta væri samt ekki nema einn áfangi og eingöngu sigur í einni orustu en ekki í stríðinu �??Við eigum enn verk að vinna hvað varðar flugið sem er okkur líka mikilvægt, heilbrigðisþjónustunni og svo margt annað sem tengist áframhaldandi uppbyggingu á okkar góða samfélagi. Fái ég til þess umboð er ég tilbúinn til að leggja mín lóð á vogarskálina en ég er líka tilbúinn til að hlýta dómi bæjarbúa og hverfa til annarra verka sé það þeirra vilji. �?að eru jú bæjarbúar sem ráða.�??
Samningurinn verður okkur öllum til bóta
Stefán Jónasson bæjarfulltrúi Eyjalistans sagði í samtali við Eyjafréttir eftir fundinn að það væri skrýtið að eftir allan þennan tíma væri að þessu komið og sagðist jafnframt vera mjög sáttur við samninginn. �??�?etta er búið að vinnast vel og fagmannlega bæði hjá stýrihópnum og bæjarfulltrúum. Upplýsingaflæðið hefur verið mjög gott og við fengið að fylgjast mjög vel með.�?? Stefán sagðist samt oft á þessum tíma oft hafa sannfært sig um að þetta væri búið, �??það voru að koma tillögur sem voru bara alls ekki a ganga upp og við þurftum þá að funda með stýrihópnum og koma með tillögur og athugasemdir tilbaka og svona gekk þetta fram og tilbaka. �?að má segja að allar okkar kröfur sem við vorum hræddir við eða vildum ekki taka að okkur fóru til ríkisins, þannig að áhætta bæjarsjóðs er enginn. Við þurfum að leggja til stofnfé sem er fimm milljónir en annars ef þetta gengur illa, getum við alltaf sagt þessu upp.�??
Höfðum bara daginn í dag til að segja já eða nei
Stefán sagði að Eyjalistinn hefði viljað meiri tíma með samningum og að íbúa hefðu meira um málin að segja, �??en það var ekki í boði, ríkið hagaði þessu þannig að við höfum bara daginn í dag til að segja já eða nei. En eftir fundinn sem við fengum í morgun með stýrihópnum er ég sannfærður um að þessi samningur verði okkur öllum til bóta, íbúum, fyrirtækjum og ferðamönnum,�?? sagði Stefán að endingu.
Nær því að vera séð sem þjóðvegur
Bæjarstjórn fagnar þessu stóra skrefi í samgöngumálum Vestmannaeyinga, sem vart verður saman jafnað. Með því færist rekstur Herjólfs til muna nær því áratuga markmiði Eyjamanna að hann sé séður sem þjóðvegur og þjónusta og gjaldskrá taki fyrst og fremst mið af því.
Bæjarstjórn þakkar stýrihópi um yfirtökuna vel unnin störf. �?á færir bæjarstjórn núverandi ráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni og fyrrverandi ráðherra Jóni Gunnarssyni hjartans þakkir fyrir þann velvilja og eindregna stuðning sem störf þeirra voru við gerð þessa samnings.