Á þriðjudaginn fór fram kynning í Fiskiðjunni á hvalaverkefninu svokallaða en til stendur að flytja inn tvo hvíthvali úr skemmtigarði í Shanghai sem alþjóðlega skemmtifyrirtækið Merlin Entertainment festi kaup á fyrir nokkrum árum síðan. Á fundinum kynntu fulltrúar Merlin hver staða verkefnisins væri og hver næstu skref yrðu. Einnig var aðdragandinn rakinn líkt og á fyrri fundi Merlin sem fram fór í Eldheimum síðasta sumar og ættu því þeir sem sátu báðar kynningarnar að þekkja orðið söguna ansi vel.
Upplýsingar sem segja má að hafi verið nýjar á fundinum eru þær að öll leyfi eru nú komin í hús, bæði útflutningsleyfi frá kínverskum stjórnvöldum og innflutningsleyfi frá íslenskum stjórnvöldum. Framkvæmdir eru sömuleiðis hafnar á reitnum en verið er að grafa fyrir gríðarstórri sundlaug sem mun hýsa hvalina tvo eftir þörfum í framtíðinni. Samkvæmt áætlun mun húsið vera að mestu tilbúið í mars á næsta ári og í kjölfarið munu hvalirnir fljúga til Íslands með millilendingu í Síberíu. �?aðan munu þeir ferðast til Landeyjahafnar og taka ferjuna yfir til Eyja.
Verður óviðjafnanlegur segull á ferðamenn
Blaðamaður ræddi við Elliða Vignisson, bæjarstjóra, að loknum fundi en hann var, líkt og fulltrúar Merlin, afar bjartsýnn á framhaldið.
Samkvæmt kynningunni í Fiskiðjunni eiga framkvæmdir að vera á lokastigum eftir ca. ár og hvalirnir á leið til Eyja. Er eitthvað sem á að geta komið í veg fyrir að það verði að veruleika? �??Við erum komin afar langt með undirbúning þessa verkefnis. Byggingaframkvæmdir eru hafnar, búið að semja um flug, hanna grindur fyrir dýrin að vera í á meðan á flutningi stendur og fleira. �?g væri til í að leggja mína litlu aleigu undir um að þetta verði að veruleika,�?? segir Elliði.
Hvað telur þú að þetta verkefni muni gera fyrir bæjarfélagið í framtíðinni, sérstaklega með tilliti til ferðamanna en eins og fram kom í kynningunni mun Merlin auglýsa verkefnið víða seinna í sumar? �??Tækifærin eru meiri en við fáum séð strax og það kemur til með að reyna fyrst og fremst á þrek og þor einstaklinga að nýta þau. Hvað bæjarfélagið varðar þá verða strax til ca. 15 vel launuð störf og áhugaverð, auk þess sem þetta verður óviðjafnanlegur segull á ferðamenn. Hvergi í heiminum getur þú haldið á lunda, komist í návígi við hvali og fundið varmann úr eldfjalli á sama klukkutímanum. �?á erum við þegar byrjuð að vinna með Merlin að aðkomu þeirra að �?ekkingarsetrinu okkar og því fræðslu- og fræðastarfi sem þar er og munar um minna en að fá eitt stærsta fyrirtæki í heimi þar að borðinu. Að lokum ber að geta þess að samningurinn sem Vestmannaeyjabær gerir við Merlin um leigu á jarðhæð Fiskiðjunnar er þannig að Merlin kemur upp nýju og glæsilegu fiska- og náttúrugripsafni að verðmæti ca. hálfur milljarðarður og mun reka á eigin kostnað. Hætti fyrirtækið starfsemi mun Vestmannaeyjabær eignast safnið og allt tilheyrandi án kostnaðar fyrir bæjarfélagið,�?? segir Elliði.