Vestmannaeyjar eru án efa frábær búsetustaður fyrir fjölskyldufólk. Að fá að vaxa úr grasi í Vestmannaeyjum fylgja ótvíræðir kostir. Samfélagið fyrir það fyrsta er afar samheldið og náið, vegalengdir eru stuttar, náttúran býður upp á óviðjafnanlegan leikvöll ókannaðra ævintýra og nálægðin við dýralífið er áþreifanleg. Afþreyingar- og tómstundamöguleikar fyrir börn eru margvíslegir, íþróttalífið er fjölbreytt og blómlegt og hin ýmsu félagasamtök bjóða upp á margvíslega dægradvöl fyrir börn.
Veruleg þjónustuaukning við barnafjölskyldur
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur bæjarstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins lagt mikla áherslu á að bæta margvíslega þjónustu sveitarfélagsins við börn og barnafjölskyldur.
Gjöld vegna þjónustu dagforeldra og leikskóla lækkuð verulega
Heimagreiðslur voru teknar upp fyrir foreldra sem kjósa að vera lengur heima með börnum sínum. Niðurgreiðslur vegna þjónustu dagforeldra hafa verið færðar niður við 9 mánaða aldur barns og þær auknar um 50%.
Inntökutímabilum á leikskóla hefur verið fjölgað til að börn komist inn á leikskóla sem næst 18 mánaða aldri. Leikskólaplássum hefur fjölgað á tímabilinu og mun fjölga enn frekar með tilkomu stækkunar við leikskólann Kirkjugerði. Leikskólagjöld voru einnig lækkuð verulega á tímabilinu.
�?jónusta aukin við foreldra grunnskólabarna
Á kjörtímabilinu voru frístundastyrkir teknir upp til að létta undir með tómstundaþátttöku barna. �?jónusta frístundavers hefur verið mikið aukin, m.a. stendur nú þjónusta þess til boða á starfsdögum GRV og er þjónusta frístundavers í Vestmannaeyjum jafnframt sú ódýrasta á landinu. Námsgögn barna voru á tímabilinu gerð gjaldfrjáls og auknar fjárveitingar til GRV vegna gæðaeflingar og þjónustu. Teknar voru ákvarðanir um yfirgripsmiklar framkvæmdir á skólalóðum Hamarskóla og Barnaskóla og mun fyrsti áfangi þeirra hefjast strax í sumar.
Mikil ánægja með þjónustu leik- og grunnskóla sveitarfélagsins
Samkvæmt niðurstöðum þjónustukönnunar Capacent Gallup sem birt var í janúar þessa árs voru 91% aðspurðra ánægð með þjónustu grunnskóla og 88% ánægð með þjónustu leikskóla. Ánægjan með þjónustuna eykst milli ára og er í báðum tilfellum yfir landsmeðaltali. Vestmannaeyjabær býr enda yfir ómetanlegum mannauð og er ánægja íbúa með þjónustuna fyrst og fremst afrakstur vinnu starfsmanna og metnaðar þeirra.