Á síðasta sunnudag var haldin vorhátíð Landakirkju og má segja að met hafi verið slegið í mætingu í sunnudagaskólann. �?að var mikið fjör og mikið sungið, en Sunday school partyband sá um að leiða tónlistina. Endaði vorhátíðin á pulsupartý í safnaðarheimilinu.
Kraftmikil gospelmessa
Um kvöldið var Eyjamönnum boðið upp á kraftmikla gospelmessu en Kór Landakirkju hafði undanfarnar vikur lagt hart að sér við undirbúning hennar undir stjórn Kitty Kovács. Kórnum til halds og trausts voru svo Messuguttarnir sem að þessu sinni skipuðu trommuleikarinn Birgir Nielsen, bassaleikarinn Kristinn Jónsson og gítarleikarinn og æskulýðsfulltrúinn Gísli Stefánsson. Kitty Kovács stjórnandi kórsins lék einnig undir á píanó. Fjöldi einsöngvara úr kórnum kom fram og mörg hver í fyrsta sinn sem slíkir. En það voru þau Guðlaugur �?lafsson,Sindri �?lafsson, Andri Hugó Runólfsson, Sæþór Vídó �?orbjarnarson, Marta Jónsdóttir og Edda Sigfúsdóttir. �?skulýðsfulltrúinn Gísli predikaði.