Erla Einarsdóttir og Ágústa Hulda Árnadóttir afhentu í vikunni fyrstu fjölnota pokanna sem þær hafa ásamt fleirum verið að gera síðustu vikurnar. Pokarnir eru saumaðir úr gömul efni sem annars hefði farið í ruslið. Pokanna getur fólk fengið lánaða í matvöruversluninni ef það gleymir sínum heima, því flest eigum við fjölnotapoka og margir gleyma þeim heima.
Einhverstaðar verðum við að byrja
�??Markmiðið er að margt smátt geri eitt stór, einhverstaðar verðum við að byrja,�?? sagði Erla. En hún sagði að víða erlendis væru plastpokar ekki í boði og þetta væri góð byrjun. �??Við þurfum að hugsa um börnin okkar og barnabörnin sem eru að taka við landinu fullu af rusli,�?? sagði Erla í samtali við Eyjafréttir í mars þegar verkefnið var að fara af stað.
Nú er því enginn afsökun ef þinn fjölnotapoki gleymist heima. �?ú færð einn lánaðan í búðinni og skilað svo í næstu heimsókn, eða þegar þú manst eftir því