Skólastarf er síbreytilegt og lifandi. Mismunandi ytri jafnt sem innri þættir hafa áhrif á nám og starf nemenda, starfsmanna og á þróun skóla.
Í Eyjum erum við lánsöm, í skólunum okkar starfar hæft starfsfólk sem hefur miklar væntingar til nemenda og ber sameiginlega ábyrgð á námi þeirra. Við í Sjálfstæðisflokknum ætlum að efla faglegt sjálfsstæði stjórnenda og einnig styðja af alefli fagmennsku kennara og verkstjórn þeirra í kennslu. �?að gerum við meðal annars með að leggja áherslu á að í skólunum sé árangursrík starfsþróun.
Við leggjum áherslu á að sett séu skýr markmið til að efla nám og menntun innan skólanna. Við vitum að ástundun, viðhorf og hegðun eru þættir sem skipta miklu máli um hvort einstaklingar nái að ljúka því námi sem hugur þeirra stendur til. �?ví ætlum við að halda áfram að miðla fræðslu til forráðamanna þannig að þeir hafi í fórum sínum þekkingu til að taka á þessum þáttum í samvinnu við skólanna. Við ætlum að leggja áherslu á að þróa þjónustu og stuðning við alla nemendur og setjum áherslu á nemendur sem eru af erlendum uppruna, enda er sá hópur sístækkandi. Við ætlum að efla miðstig grunnskólans og þegar er búið er að samþykkja breytingar á Barnaskólahúsnæðinu þannig að miðstigið og unglingastigið verður saman í þeirri byggingu í haust.
Nýbúið er að samþykkja að endurnýja skólalóðirnar algjörlega og eru framkvæmdir þegar hafnar eftir tillögum landslagsarkitekta. Aðstaða verður til útikennslu, sett verða upp fjölbreytt leiktæki og leiksvæði þannig að lóðirnar þjóna ekki síður börnum og fjölskyldum utan hefðbundis skólatíma, enda verða leiksvæðin þá opin öllum.
Fræðslumál eru einn mikilvægasti málaflokkur samfélagsins og sá málaflokkur sem við verjum mestum fjármunum til. Undanfarin kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt að afar vel hefur verið haldið um fjármuni bæjarbúa og nú er komið lag til sóknar og uppbyggingar í fræðslumálum. �?flugt og gott fræðslukerfi skiptir okkur öll máli og til að gera gott kerfi betra þá merkir þú X við D í komandi kosningum.
Helga Kristín Kolbeins 2. sæti D-lista