Hin árlega vorsýning Fimleikafélagsins Ránar var haldin sl. fimmtudag. Sýningin var vel sótt og tókst með eindæmum vel. Iðkendur Ránar spanna nokkuð breitt aldursbil og er töluverður fjöldi drengja í þeim hópi en þeir sýndu m.a. lipra takta í parkour eins og sjá má á facebook síðu Ránar. Stelpurnar voru ekki síðri í sínum greinum, hvort sem um var að ræða danssýningu, stökkfimi eða æfingar á dýnu.
Myndir – �?skar Pétur Friðriksson