Pizzubakstur í stað netaafskurðar
�?egar ég var peyi hafði ég stundum aukapening út úr því að hjálpa mömmu að skera af netum. Bílskúrinn upp á Illó var oft yfirfullur af þessum litríku nælon flækjum og vinnudagurinn stundum langur. �?að var þó bætt upp með nægu framboði af kremkexi og appelsíni.

Fjölskylduútgerðir
Við skárum af netum fyrir hina og þessa útgerðamenn. �?eir áttu það allir sameiginlegt að vera frumkvöðlar. Byrjuðu snemma á sjó. Fóru svo í stýrimannaskólann. Tóku sennilega lán og keyptu svo bát. �?annig urðu til þessi fjölskyldufyrirtæki sem við unnum svo hjá við netaafskurð.
Frumkvöðlar
�?essi tími er farinn og hann kemur ekki aftur. Frumkvöðlakraftur Eyjamanna er hins vegar sá sami. Auðvitað sjáum við hann víða enn í sjávarútvegi en fjölskylduútgerðir dagsins í dag eru oftar en ekki ferðaþjónustufyrirtæki.
Tækifæri
Nú kaupa frumkvöðlarnir gamalt hús og breyta því gistiheimili. �?eir breyta stálsmiðju í veitingahús og sjoppu í pizzugerð. Kaupa reiðhjól og leigja út. Verða sér út um rútukálf og bjóða upp skoðunarferðir. Listinn yfir tækifærin er endalaus.
Jarðvegurinn
Vestmannaeyjabær getur víða lagt þessum frumkvöðlum lið. Mestu skiptir samt að sjá til þess að innviðirnir styðji við vöxtinn. Samgöngurnar skipta þar að sjálfsögðu mestu en fleira þarf til. Vestmannaeyjabær hefur lagt sérstaklega ríka áherslu á að skapa hér sterka segla til að draga að ferðamenn og fá þá til að stoppa lengur en annars væri. Tilkoma Eldheima er gott dæmi um velheppnaða aðkomu Vestmannaeyjabæjar.
Fiskasafn
Á sama hátt mun starfsemi alþjóðlega stórfyrirtækisins Merlin hafa hér víðtæk áhrif. Ekki einungis munu þeir verða hér með athvarf fyrir hvali í Klettsvíkinni, sem er einstakt í heiminum, heldur munu þeir einnig verða hér með fiska- og náttúrugripasafn á jarðhæð Fiskiðjunnar þar sem til sýnis verða lifandi fiskar. Auk þess verður sérstök áhersla lögð á að sýna lunda, og pysjur sem ekki geta lifað í villtri náttúru þannig gefið líf.
Baðlón
�?að er einnig ánægjulegt að segja frá því að Vestmannaeyjabær hefur þegar hafið samtal við sterka fjárfesta um aðkomu að baðlóni í nýja hrauninu. Meira um það síðar.
Hin stoðin
�?ótt sjávarútvegurinn sé okkar lang mikilvægasta atvinnugrein er ferðaþjónustan hér vaxandi og þegar orðin hin stoðin í hagkerfi okkar. �?ótt liðin sé sú tíð að börn skeri af netum með foreldrum sínum þá hafa þau, eins og þeir sem eldri eru, þess í stað aðra �??og ekkert síðri- aðkomu að atvinnulífinu. Í stað netaafskurðar baka þau pizzur, þjóna til borðs, afgreiða á hótelum og margt fl.
�?g er til
Með samstilltu átaki og bættum samgöngum getum við stigið stór skref til frekari eflingar ferðaþjónustunnar. �?ar þarf hinsvegar þrek, þor og jákvætt viðhorf. Fái ég til þess umboð er ég áfram til í að leggja mitt af mörkum.�??
Elliði Vignisson
bæjarstjóri

Nýjustu fréttir

Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.