�?egar mennirnir í brúnni eru að standa sig
�?egar ég flutti aftur heim til Eyja eftir áralanga fjarveru með konu og tvo drengi 1 árs og 3ja ára var gott að koma heim. Hér hefur okkur liðið vel og það hjálpaði sannarlega að geta strax komið drengjunum í dagvistun og á leikskóla. Við fundum fljótt hversu vel er gert hér við barnafólk auk þess sem umhverfið hér allt, með stuttum vegalengdum og fallegri náttúru, gerir það eftirsóknarvert að ala hér upp börn.
Kannski er það sem við höfum verið mest ósátt við eru heilbrigðismálin, en Vestmannaeyjar hafa lent undir niðurskurðarhníf ríkisins eins og fleiri sveitarfélög hafa lent í þegar kemur að heilbrigðismálunum. VIð höfum þurft að nota sjúkraflug hér einu sinni með yngri strákinn okkar þar sem nærþjónustan hefur ekki verið til staðar. �?ó er vert að hrósa bæjaryfirvöldum sem hafa haldið málinu á lofti og krafist úrbóta.
Kosningarnar í ár virðast að miklu leyti snúast um persónu bæjarstjórans Elliða Vignissonar sem hefur náð eftirtektarverðum árangri ásamt sínu liði í rekstri bæjarins. �?annig hefur rekstrinum á síðustu 12 árum algerlega verið snúið við, frá því að vera eitt verst stadda bæjarfélag landsins upp í að vera eitt best stadda bæjarfélagið. Má það ljóst vera að önnur sveitarfélög öfunda okkur að þeim mikla árangri sem hér hefur náðst. Samhliða þessum góða rekstri er öll þjónusta sveitarfélagsins til mikillar fyrirmyndar. Hér er gott að búa og hér líður fólki vel. Væri það ekki furðulegt og hreint galin niðurstaða að ætla að henda út því fólki sem hefur staðið í brúnni og náð þessum árangri, viljum við það virkilega?
�?ví miður virðist undiraldan í þeirri meintu óánægju sem kallað hefur fram annað framboð vera drifin áfram af hvötum sem snúa ekki endilega að óánægju með gang mála í bæjarfélaginu. �?ttu kosningarnar ekki einmitt að snúast um málefnin og hæfni þeirra sem í framboði eru til að fylgja þeim eftir. Spurningin er sú hvort skipstjórinn í brúnni sé að standa sig. Erum við með gott og vel rekið bæjarfélag? Tekur hann á erfiðum málum af festu, er hann fylginn sjálfum sér og skilar hann okkur góðu búi, eru spurningar sem við getum haft í huga við val á framboðum.
Nú er ég búinn að lesa stefnuskrá þeirra framboða sem bjóða sig fram fyrir næsta kjörtímabil og eru þær allar nokkuð �?að sama , hljóta samt að vakna upp spurningar um það hvers vegna við ættum að fá einhverja aðra til að sinna því sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að gera mjög vel og náð þessum mikla árangri.
�?g var á sjó í nokkur ár hér í Eyjum og var með þeim nokkrum skipstjórunum. Upp í hugann koma Biggi á Vestmannaey, Sævar Sveins, Steindór á Valdimari Sveins og þá sérstaklega einnig hann pabbi minn Eyjólfur á Vestmannaey. Um þessa menn eins og aðra skipstjóra voru skiptar skoðanir og margt um þá sagt í lúkarspjallinu. Engum hefði hins vegar dottið til hugar að skipta út skipstjóra sem skilaði útgerð og áhöfn öruggum rekstri og afkomu, hvað þá að skipstjórinn yrði verri við það að hafa verið lengi í brúnni, þvert á móti var litið á mikla reynslu þessara manna sem einn þeirra stærsta kost.
Miðað við útkomu í skoðanakönnun Fréttablaðsins fyrir nokkru síðan er ljóst að meirihluti Sjálfstæðismanna verður liðin tíð og það fólk sem mun fara með stjórn bæjarins mun hefja tímabilið án mikillar reynslu auk þess sem Elliði Vignisson og Rut Haraldsdóttir og fleira reynslu mikið fólk myndu hverfa frá sínum störfum. Væri slíkt virkilega sorgleg niðurstaða að mínu mati.
�?g hvet kjósendur til að láta ekki sögur ráða för í kosningunum. Horfum á staðreyndirnar og kjósum fólk sem hefur náð áragangri og hefur metnað til að halda áfram að gera góðan bæ betri.
Gísli Ingi Gunnarsson

Nýjustu fréttir

Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.