�?að þarf kjark til þess að breyta. �?essi orð hafa verið nokkurskonar leiðarstef hjá okkur í bæjarmálafélaginu Fyrir Heimaey. Eftir því sem liðið hefur á kosningabaráttuna hef ég sannfærst betur og betur um að breytinga er raunverulega þörf. Við höfum gert grein fyrir því í stefnuskrá okkar og greinaskrifum hvernig við teljum að hægt sé að breyta til batnaðar ýmsum þáttum í þjónustu bæjarins við íbúana. Sömuleiðis hvaða mál við setjum á oddinn í hagsmunagæslunni gagnvart ríkinu – og snúa fyrst og fremst að samgöngu- og heilbrigðismálum. �?g veit ég get lagt mitt af mörkum til gagns fyrir bæinn minn og langar að fá tækifæri til þess. Sama gildir um okkur öll á framboðslistanum Fyrir Heimaey.
Nýtum kosningaréttinn og njótum dagsins
X-H
Íris Róbertsdóttir