Kjaftfullt á kótilettukvöldi
Forsprakkar kótilettukvöldsins Gunnar Heiðar Gunnarsson og Pétur Steingrímsson

Það var margt um manninn í Höllinni er Kótilettuklúbbur Vestmannaeyja hét sitt árlega kótilettukvöld.

Þar hittist hópur fólks saman og borðar kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi og lætur gott af sér leiða um leið. Að lokinni máltíð fóru nokkrir valinkunnir með gamanmál. Met mæting var í gær eða um 160 manns og er það Krabbavörn í Vestmannaeyjum sem nýtur ágóðans.

“Hjartans þakkir fyrir frábæran stuðning í kvöld, öll þið sem mættuð á Kótilettukvöldið okkar. Að ná 160 manns saman á fimmtudagskvöldi til að borða kótilettur með grænum baunum, rauðkáli, kartöflum og rabbabarasultu er frábært og um leið að styrkja Krabbavörn í Vestmannaeyjum er svo góði konfektmolinn í kassanum. Enn og aftur hjartans þakkir til ykkar allra frá okkur Gunna.” sagði Pétur Steingrímsson á Facebook síðu klúbbsins í gærkvöldi

Óskar Pétur var að sjálfsögðu á staðnum og myndaði á milli kótiletta.

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.