Forstjórinn HSU kemst ekki vegna anna
Starfsstöð Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands í Vestmannaeyjum.

Á fundi bæjarráðs þann 17. október var bæjarstjóra falið að boða forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á fund bæjarráðs vegna stöðu heilbrigiðsþjónustu í Vestmannaeyjum. Forstjórinn sá sér hvorki fært að sækja fund ráðsins, né eiga símtal um stöðu mála sökum anna. Ekki er búið að ákveða fundartíma. Hins vegar er búið að tímasetja fund í nóvember með heilbrigiðsráðherra vegna sömu mála.

Í bókun segir að bæjarráð ítreki mikilvægi þess að forstjóri Heilbrgiðisstofnunar Suðurlands verði við beiðni ráðsins um fund vegna stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum. Það skiptir máli að sá fundur verði haldinn sem fyrst og á meðan vinna við gerð fjárlaga er enn í gangi.

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.