Óveðrið sem hefur gengið yfir landið í nótt hafa eyjamenn fengið að finna vel fyrir. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út rétt fyrir miðnætti í gær vegna tilkynningar um að þak væri farið að losna af húsi. Ekki er vitað til þess að fleiri útköll hafi verið.
„Þetta er að þróast alveg eins og spáin var að gera ráð fyrir,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is. Allt að því ofsaveður sé á nokkrum stöðum. „Það er orðið mjög hvasst með allri suðausturströndinni og á sunnanverðum Austfjörðum og svo er farið að hvessa sums staðar fyrir norðan. Veðrið er þó ekki komið alls staðar né er það búið að ná fullum styrk.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst