Bjarni Jónasson gefur út bók – Að duga eða drepast
28. ágúst, 2019
Bjarni í þyrluflugi sem hann fékk í afmælisgjöf.

Bjarni Jónasson hefur víða komið við á lífsleiðinni, sótti sjóinn sem háseti, kokkur, vélstjóri og stýrimaður, rak flugfélag, útvarpsstöð, fór fyrir framboðslista í bæjarstjórnarkosningum og kenndi í mörg ár svo það helsta sé nefnt. Hann er borinn og barnfæddur Eyjamaður, kominn á níræðisaldur og nú bætir hann enn einni rósinni í hnappagatið. Er að gefa út bók þar sem ævin er rakin í máli og myndum. Bókina kallar hann, Að duga eða drepast. Bókin verður kynnt í Einarsstofu á sunnudaginn, 1. september kl. 13.00. Bókin er hin glæsilegasta og mikið af myndum sem gefa henni aukið gildi.

„Það voru snillingar sem gerðu þetta,“ segir Bjarni hógvær. „En það var ekkert til sparað,“ sem eru orð að sönnu því bókin er í stóru broti þannig að texti og myndir njóta sín vel. „Kveikjan að bókinni? Ég er búinn að ganga með þetta í maganum lengi en treysti mér ekki í það. Það var tengdadóttir mín sem ýtti á mig og á endanum lét ég til leiðast. Í allt tók þetta tvö ár. Ég er með knappan texta en það hafa miklir snillingar verið að kippa í spottann en á endanum var þetta mitt. Margir ævisöguritarar eru með of langan texta og segja meira frá sjálfum sér en atburðum. Það hentaði mér ekki,“ segir Bjarni.

„Þetta er það sem ég hef verið að gera um dagana,“ segir Bjarni um innihald bókarinnar. „Ég var í öflugum vinahópi með Gísla Sigmarssyni, Gústa Hregg og Svenna á Hvanneyri. Kjarninn í hópnum vorum við Gísli sem er eins og ég fæddur í október 1937. Við byrjuðum ungir að búa og byggja hús. Ég kynntist Jórunni (Bergsdóttur) minni þegar hún kom hingað á vertíð með systur sinni. Hún 18 ára og ég 16 ára og þarna varð ég ljúga til um aldur upp á við,“ segir Bjarni og hlær. Það skaðaði ekki því sambandi hélst.

Bjarni og Jórunn í stúdentaveislu hjá Bjarna Rúnari, sonarsyni sem nú er orðinn læknir.

Bjarni og Jórunn búa að Brekkugötu 1, húsi sem þau byggðu en ekki verður sagt að mikill þvælingur hafi verið á Bjarna. „Ég fæddist og ólst upp á Boðaslóð 5 þar sem við byrjuðum að búa. Síðar fluttum við á Brekkugötuna og er það í eina skiptið sem ég hef skipt um lögheimili,“ segir Bjarni.

Byrjaði snemma að strita
Eins og títt var um ungt fólk á Íslandi á þessum árum byrjaði Bjarni ungur að vinna. „Ég byrjaði 11 ára í frystihúsi sem seinna varð Vinnslustöðin. Sextán ára var ég kominn á sjó á Ísleifi VE 63 sem þá var eldgamall. Ég var á mörgum bátum sem þótti ekki til fyrirmyndar. Ástæðan var að ég var kokkur. Fór seinna í Vélskólann og svo Stýrimannaskólann og vildi láta reyna á þessa menntun mína. Seinna átti ég eftir að kenna veðurfræði við Stýrimannaskólann og var þar í 18 ár.“

Flugfélag og útvarpsstöð
Bjarni kom víðar við og á árunum milli 1950 og 1960, þá á Skaftfellingi VE var Bjarni að skjótast út á flugvöll í Reykjavík og taka einn og einn flugtíma. „Það liðu svo mörg ár áður en ég fór að fljúga fyrir alvöru. Það var eftir 1960 og með flugpróf upp á vasann keypti ég mér mína fyrstu flugvél í júní 1969. Næst var það fjögurra sæta flugvél og svo koll af kolli og loks keypti ég tíu manna Islander flugvél,“ segir Bjarni sem stofnaði Eyjaflug sem hann rak í nokkur ár.

Næst varð hann framkvæmdastjóri Kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar. „Þar var ég í fjögur ár, upp á dag. Byrjaði í febrúar 1984 og hætti í sama mánuði 1988,“ segir Bjarni og ekki má gleyma Útvarpi Vestmannaeyjar.

„Það byrjaði 1993, á Goslokahátíð að ég fór fyrst í loftið,“ segir Bjarni sem stundum tókst að hrista upp í bæjarsálinni. „Útvarpið lifði í meira en aldarfjórðung. Það var á þessu ári sem ég hætti að nenna að standa í þessu.“

Loks er það pólitíkin. „Ég fór fram með óháð framboð 1986 og var að sjálfsögðu í efsta sæti. Sem betur fer fékk fá atkvæði,“ segir Bjarni kíminn. „Það kusu mig færri en skrifuðu upp á listann.“ Og nú hlær Bjarni innilega.

Eins og þessi upptalning ber með sér hefur Bjarni ekki alltaf farið troðnar slóðir og ekki hefur lífið leikið við þau Jórunni. Alls eignuðust þau fimm börn en misstu tvo syni. Frá þessu segir Bjarni frá í bókinni.

Í Stýrimannaskólanum, Bjarni, Sævar Benónýsson og Gísli Sigmarsson.

Eins og að framan greinir verður bókin kynnt og til sölu í Einarsstofu á sunnudaginn og verður fróðlegt að sjá og heyra Bjarna segja frá bókinni og valda vini lesa stutta kafla. Allir eru velkomnir.

Þau sem unnu að bókinni með Bjarna eru Óskar Ólafsson sem braut um, Gunnþóra Gunnarsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu og Bergþór Bjarnason, íslenskufræðingur ráðgjafar og prófarkalesarar. Svavar Sigurjónsson sá um gamlar myndir sem sumar eru meira en 100 ára.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst