Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia, segist í samtali við mbl.is í dag ekki kannast við það að Isavia hafi látið grafa í leyfisleysi „Þetta kannast ég ekki við. Það getur vel verið að það hafi verið gerð einhver prufustaðsetning. Ég veit það ekki. Þetta er eitthvað sem ég þekki ekki en ef það er eitthvað sem þarf að ganga frá þá munum við ganga frá því. Við munum ekki skilja eftir nein lýti eða neitt þess háttar,“ segir Sigrún.
Vestmannaeyjabær átt í reglulegum samskipti við ISAVIA
„Þeir hafa verið upplýstir reglulega um stöðuna og við höfum bæði verið í formlegum og óformlegum samskiptum við þá, þetta mál hefur tekið of langan tíma að okkar mati. Þeir fá fyrst leyfi í október 2018 eftir að fyrri holan er grafin. Við höfum bæði sent þeim bréf og fundað með fulltrúum frá ISAVIA um málið og komið athugasemdum okkar á framfæri,” segir Sigurður Smári Benónýsson byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar.
Staðsetning bæjarins óásættanleg
„Okkar aðalmál er að þessi stöð sé staðsett þannig að það sé hægt að þjónusta hana. Sú staðsetning sem Vestmannaeyjabær hefur lagt til er í mjög mikilli brekku. Þarna þarf að fara upp með vararafgeyma og annað sem eru 20-30 kíló og það er ekki hægt að leggja það á starfsmenn að fara að athafna sig í þessum halla,“ segir Sigrún.
„Vandamálið er að þetta er ekki bara einskiptis aðgerð, það þarf að þjónusta hana næstu árin og það er það sem við erum að tryggja, að öryggi starfsmanna sem þjónusta stöðina sé haft í fyrirrúmi. Þess vegna þurfum við að velja stað í samráði við bæinn og Björgunarfélag Vestmannaeyinga um það hvar sé hægt að finna stað sem þjónar báðum hagsmunum. Sé öruggt að vinna við, sé öruggt að setja upp og sé öruggt að viðhalda,” segir Sigrún.
Kostnaður engin fyrirstaða
Af orðræðu bæjarfulltrúa I umræðu um málið á síðasta fundi bæjarstjórnar má leiða að því líkum að ISAVIA hafi sett fyrir sig mikinn kostnað við lagningu nýs rafmagnskapals. Samkvæmt ummælum Sigrúnar í viðtali við Morgunblaðið virðist það þó ekki vera ákvörðunarþáttur fyrir ISAVIA í málinu en hún segir:„Kostnaðurinn skiptir engu máli í þessu sambandi. Það eina sem við erum að hugsa um er að þetta virki og þarna sé öruggt að athafna sig í framtíðinni.“
Hætt við að skilji eftir rofabarð
Myndin sem fylgir fréttinni er tekin á toppi Heimakletts í dag og ljóst er ef ekkert verður að gert fyrir veturinn eru allar líkur á því að sárið blási upp og myndi rofabarð á toppi Heimakletts.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst