Nýjar hugmyndir frá Evrópu! 
13. júlí, 2024
Marzena með eitt af verkum sínum.

Marzena Harðarson Waleszczyk er eiginkona Eyjapeyjans Smára Harðarsonar. Marzena byrjaði að vinna með mosa og skapa úr honum list árið 2021. Hélt hún sýningu á verkum sínum á Goslokahátíð. Hugmyndina fékk hún fyrir nokkrum árum og er hún í stuttu máli þannig að hún færir mosann í sinni náttúrulegri mynd inn á vegg fyrirtækja og heimila. Þessi hugmynd hefur róandi áhrif á umhverfið og færir nútímamanninn nær náttúrunni og færir okkur inn í skóginn í huganum. Andrúmsloftið í rýminu verður því afslappaðra. Hún hefur selt verkin sín með góðum árangri enda er hún með margar og góðar hugmyndir auk þess að vera með gríðarlegan áhuga og elju í vinnu og hugmyndum.  Marzena verður með sýningu á verkum sínum á Goslokahátíðinni.

Blaðamaður Eyjafrétta hafði samband við hana og forvitnaðist hvernig hugmynd hennar kviknaði og hvernig hún vinnur með mosann sem list og eiginleika hans: „Hugmyndin kviknaði þegar ég var að vinna í  verslunarmiðstöð í Póllandi og sá vegg þakinn fallegum mosa og spurðist fyrir um þetta listaverk. Ég heillaðist og ákvað að prófa sjálf,“ segir Marzena og aðspurð hvernig er að vinna með mosann segir Marzena að þegar mosinn er tekinn upp er hann þurrkaður í stuttan tíma og settur í glýserin.

Fer í trans

Þegar glyserínið er komið í mosann tæmist rakinn og vatnið í mosanum og glýserinið sjálft gerir það að verkum að þá er betra að vinna að lögun og sveigjanleika formsins í mosanum og þá er hægt að láta form hans halda sér líkt og hann lítur út, út í skógi: Ég fer í trans þegar ég vinn með mosann og stundum eru  klukkustundirnar eru orðnar fimm eða sex þegar ég lít upp. Mosaíkverkin hafa ákveðna dýpt, mismunandi lögun og liti. Markmið mitt er að þau líti út eins og í skóginum.

Ég elska að labba um í skógi og sjá mismunandi lögun mosanna og tengi í huganum þegar ég er að vinna mosann. Ég er einnig með mismunandi liti af mosanum eins og mosinn sjálfur breytir um lit eftir árstíðum. Eins má segja um hreindýramosann sem er náttúrulega hvítur og silfraður á litinn. Ég er einnig með ákveðnar hugmyndir um að gera logo fyrir fyrirtæki, með hvítum panelli í grunninn og svartan mosa með logoinu á,“segir Marzena.

Eitt af verkum Marenzu.

 

Uppruna vottaður

Ég flyt mosann inn frá Póllandi og Finnlandi og sér systir mín um að flytja hann með pósti til mín. Ég fæ sérstakan stimpil frá fyrirtækjunum erlendis með vottun um að hann sé í upprunalegu ástandi þegar ég fæ hann, þe. týndur upp í náttúrunni á réttan hátt í skóginum og er það einnig sérstakt leyfi til að flytja hann til landsins. Þeir sem rækta mosann láta svo svæðin sem hann er týndur á jafna sig og þannig rækta þeir mosann upp aftur á tvemur til þremur árum. Í grundvallaratriðum eyða þau ekki náttúrunni heldur leyfa náttúrunni að jafna sig og græða sig upp aftur” segir Marzena.

Marzena er góð í markaðssetningu og er með viðskiptahugmyndir bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á handverkum eins og prónaskap og metur listamenn mikils: „Mér líkar þegar fólk selur og kaupir eitthvað einstakt, eitthvað sem það skapar með höndum sínum. Allt handverk finnst mér mjög skemmtilegt.  Ég hef áhuga á að selja fyrirtækjum mosann sem logo. Ég sé fyrir mér að mosinn sé þakinn á veggnum og logoið búið til í auða rýminu með mosanum,” segir Marzena og þess að má geta að hún er í samstarfi við tvö fyrirtæki vegna hugmyndarinnar og segir hún rólega:

„Það eru fleiri sem vilja færa náttúruna heim til sín og þeir sem þekkja mig vita að ég þoli ekki gerviplöntur. Þetta eru ekki gerviblóm en samt hentar þetta konum sem gleyma að vökva blómin sín vegna þess að þær ferðast mikið eða eru mikið uppteknar. Þá er þetta fullkomin lausn segir Marzena og bætir við að mosinn megi ekki vera nálægt gluggum vegna þess að þá verði hann þurr og stífur : „Það þarf ekki að spreyja hann og hann safnar ekki ryki, né er ofnæmisvaldandi. Hann getur verið óbreytanlegur upp á vegg í tíu til tólf ár. Hann gæti vel hentað í forstofu” segir Marzena.

Mosinn róandi

Aðspurð hvort verkin dragi náttúruna úr skóginum inn í heimilin okkar segir hún það gerast: „Það er eins og að fara í göngutúr út í skóg án þess að fara að heiman og er græni liturinn í mosanum og mosinn sjálfur mjög róandi. Hann er hluti af náttúrunni. Ein af mínum vinkonum æfir jóga segir að heimilið hennar sé friðsamlegra með verkin mín nálægt og á meðan hún er í jóga. Það sé slakandi,” segir Marzena að lokum. Þess má geta að Marzena er með síðu á samfélagsmiðlinum facebook og instagram. Hún verður með sýningu á goslokunum, þann 4. til 7. júlí í húsi Taflfélagsins á Heiðarveginum.

Grein: Anna Lilja

 

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst