Í dag, sunnudag fyrir Þjóðhátíð, verður guðsþjónusta í Stafkirkjunni en það er venjan helgina fyrir Þjóðhátíð.
Það verður síðasta sunnudagsmessa sr. Viðars áður en hann fer í sumarfrí og fæðingarorlof. Kemur hann aftur til starfa í janúar.
Guðsþjónustan hefst kl. 11 og mun Kitty organisti sjá um tónlist og Kór Landakirkju leiðir almennan söng.
„Sjáumst í „hinni“ kirkjunni okkar,“ segir í tilkynningu á vef Landakirkju.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst