Fyrsta lundapysjan í ár er fundin en hún fannst út á Eiði seinnipartinn í gær. Það voru þeir Sigurður Bogi og Magnús Úlfur Magnússynir sem fundu hana.
Í Facebook færslu frá Sea Life Trust Beluga Whale Sanctuary kemur fram að pysjan hafi vegið 232 grömm og sé spræk. Hún sé þó ekki tilbúin til sleppingar alveg strax og þarf því að vera dugleg að borða næstu daga.
Fólk getur nú farið að hafa bæði augun opin fyrir þessum litlu fiðruðu vinum okkar þar sem að pysjutímabilið sé hafið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst