Í nótt barst tilkynning til lögreglunnar vegna bílveltu á Eldfellsvegi. Stefán Jónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum segir í samtali við Eyjafréttir að tilkynning hafi borist til lögreglu laust fyrir kl. 01:00 í nótt. Að sögn Stefáns hafði ökumaður misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún valt.
Spurður um slys á fólki segir hann að ökumaður hafi verið einn í bílnum og hlaut hann minniháttar meiðsl. Stefán segir að grunur sé uppi um ölvunarakstur og er það til rannsóknar. „Bifreiðin er tölvuvert skemmd svona við fyrstu skoðun.“ segir hann að endingu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst