Rauða ljónið í ÍBV föndrar á jólasveinaverkstæðinu
8. nóvember, 2019

„Dugnaður hans og útsjónarsemi hvað samspil varðar vekur hvarvetna aðdáun, að ógleymdri þeirri miklu yfirferð sem hann á í hverjum leik. Hann er sannkallaður Rauða ljónið á miðjunni.“

Þannig gerði Eyjablaðið upp sparktíð ársins hjá Óskari Valtýssyni, miðvallarspilara ÍBV í fótbolta, á Þorláksmessu 1971. Eftir Óskari var vel tekið á knattspyrnuvellinum og iðulega var hann nefndur til sögu í íþróttafréttum samtímans fyrir dugnað, ósérhlífni og markaskorun.

Hann var valinn fimm sinnum í knattspyrnulandslið Íslands, tvisvar í A-landslið og þrisvar í landslið yngri en nítján ára.

Hann var valinn knattspyrnumaður Vestmannaeyja  1969 með yfirburðum í atkvæðagreiðslu lesenda blaðsins Brautarinnar. Þegar Örn Eiðsson, íþróttafréttamaður Alþýðublaðsins, greindi frá niðurstöðunni (sjá meðfylgjandi úrklippu) bætti hann við að „rauðhærði bítillinn“ frá Vestmannaeyjum hefði sýnt þvílíkan stjörnuleik danska liðinu Lyngby Boldklub að annað eins hefði hann bara ekki séð fyrr til íslensks knattspyrnumanns.

Hvorki meira né minna!

Fæstir Eyjamenn nú á dögum gera sér grein fyrir hve góður Óskar var í fótbolta og hve hátt hann var skrifaður á landsvísu.

Óskar spilaði í gullaldarliði Eyjamanna í fótbolta sem hampaði Íslandsmeistaratitli 1979. Hann starfaði í gúanói Fiskiðjunnar í Eyjum og hið sama gerðu fleiri úr liðinu, enda þótti vinnustaðurinn fara vel saman með fótboltanum. Engum tíðindum sætti að strákarnir færu beint úr vinnu á æfingar eða í leiki og til baka í vinnu að leikjum loknum.

Fótbolti var lífið en lífið var meira en fótbolti.

 

Fiskimjöl og fótbolti

Rauða ljónið er enn að, ekki samt á fótboltavellinum heldur í Fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar. Óskar 68 ára en lætur engan bilbug á sér finna. Hann er heilsuhraustur, heldur ótrauður sitt strik í vinnunni og svarar að bragði hvenær komi að kaflaskilum.

„Ég ætla að þrauka til sunnudags 7. mars 2021. Þá verð ég sjötugur og hætti á toppnum. Skráðu hjá þér dagsetninguna svo höfðingjarnir í Vinnslustöðinni geti byrjað að undirbúa kveðjuveisluna!

Ætli ég fari ekki að teljast sæmilega hagvanur hérna eftir að hafa unnið í gúanóinu frá því fyrir gos og upplifað breytingar í fyrirtækinu og utan þess sem eru lyginni líkastar.

Aðalstarfið í upphafi var reyndar að leggja túnþökur og sinna grasvöllunum Eyjanna með Sigga á Húsavík eða Sigga valló – Sigurði Jónssyni, umsjónarmanni íþróttavalla Vestmannaeyja. Týsvöllurinn er núna þar sem teknar voru þökur fyrir vellina á þessum tíma.“

 

Karl með kalt kaffi í brennivínsflösku

„Ég byrjaði í vallastússinu sumarið 1972 en upp úr þjóðhátíð var eðlilega lítið við að vera í þeim efnum. Þá sagði Siggi: „Nú förum við niður í gúanó og fáum vinnu þar“ og það gerðum við. Viktor Helgason var þá verksmiðjustjóri, lærður járnsmiður og starfsmaður þar í mörg ár. Við fengum vinnu og það átti við marga fleiri í liði ÍBV, til dæmis Palla Pálma markvörð.

Málarar, smiðir og fleiri iðnaðarmenn sóttu líka í vinnu í gúanóinu þegar lítið var um að vera hjá þeim að vetrarlagi. Mikið var að gera í tvo mánuði á ári þegar loðnuvertíð stóð yfir en annars lítið í gangi annað en smávegis beinabræðsla endrum og sinnum.

Á þessum tíma var landað á þremur stöðum í höfninni og fiskimjölið sett í 50 kg sekki sem þurfti að færa til og stafla birgðum ef erfiðlega gekk að selja.

Starfsmennirnir voru 32 talsins á hverri átta tíma vakt en eru nú 6 á 12 tíma vöktum.

Á þessum tíma voru eldþurrkur í verksmiðjunni og í þeim kviknaði stundum. Þá þurfti að slökkva eldinn með gufu eða vatni úr slöngum. Nú er allt gufuþurrkað.

Áður voru litlar kompur út um allt í húsinu þar sem starfsmenn héldu til frá upphafi vaktar til enda með kaffibrúsa og bita að heiman og fylgdust með skilvindum, þurrkurum og sjóðurum. Einn mætti alltaf með kalt kaffi í brennivínsflösku og leit ekki við volgum drykkjum, hvað þá heitum. Það þótti okkur skrítið.“

Eyjamann harðir í horn að taka á vellinum

„Svona gekk þetta hjá mér næstu árin í túnþökum, fiskimjöli og fótbolta.
Ég byrjaði starfsferilinn á því að sópa í kringum þurrkurnar en fór svo að læra járnsmíði á vélaverkstæðinu í Króki, húsinu sáluga við Hafnargötu. Viktor Helga skrifaði upp á réttindin og síðan hef ég puðað hér. Við járnsmiðirnir unnum miklu víðar en í gúanóinu. Við suðum í toghlera og smíðuðum grindur undir hrognagræjur og unnum í togurum og bátum.

Að mörgu leyti mátti líkja starfsemi verkstæðisins þá við Hafnareyri nú nema hvað við vorum eingöngu með járnsmiði í vinnu en Hafnareyri gerir líka út smiði, rafvirkja og fleiri iðnaðarmenn.

Við vorum sjö járnsmiðir í bræðslunni í upphafi, þar af tveir undanfarna tvo áratugi, Óli Venna – Ólafur Sigurvinsson og ég. Hann er bróðir Ásgeirs Sigurvinssonar, þess fræga fótboltamanns, og var lengi fyrirliði ÍBV-liðsins.Við fóstbræðurnir höldum til á þeim stað í bræðslunni sem kallast jólasveinaverkstæðið í daglegu tali á vinnustaðnum!

Viktor Helga fór að þjálfa meistaraflokk ÍBV og eitthvað voru þeir að togast á um hann, foringjar ÍBV og Halli Gísla, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar. Mig minnir að þeir hafi viljað fá Vikta lausan til að hann gæti gefið sig meira að þjálfuninni.

Eyjamenn voru góðir í fótbolta og harðir í horn að taka á vellinum. Hér voru sterkir yngri flokkar sem rökuðu saman Íslandsmeistaratitlum og meistaraflokkurinn var hvað eftir annað í titilbaráttu.

Meistaraflokkur ÍBV varð bikarmeistari 1968 en þá var ég ekki kominn liðið. Við urðum svo Íslandsmeistarar ’79 og Leifur Geir Hafsteinsson sagði að liðið hefði verið svo líflegt og fjörugt að leikmönnum hefði liðið eins og kúm sem sleppt var út að vori til. Það mátti til sanns vegar færa.“

 

Týrarar miklu betri en Þórarar í fótbolta!

„Ég er Týrari, hafðu það alveg á hreinu, væni minn.  Í ÍBV voru fleiri Týrarar en Þórarar, enda vorum við alltaf miklu betri en þeir í boltanum. Þegar við æfðum eða spiluðum í nafni ÍBV var enginn rígur og ekkert vesen en fyrir kom að okkur lenti saman. Svo rauk hitinn fljótt úr mönnum. Við vorum hreint ekki skaplausir, strákarnir, og vildum hvorki tapa í leikjum né á æfingum!

Á gostímanum bjó ég hjá skyldfólki í Keflavík og aðrir úr ÍBV-liðinu dreifðust hingað og þangað um Suðurnes og höfuðborgarsvæðið. Sumir voru í Þorlákshöfn. Við héldum samt hópinn, æfðum á velli við hlið Ungó í Njarðvík og stóðum okkur ágætlega í leikjum sumarsins.

Annars var ekki alltaf tekið út með sældinni að búa í Vestmannaeyjum og taka þátt í Íslandsmóti í fótbolta. Oft var ekki flugfært til Reykjavíkur og stundum ófært líka sjóleiðina. Meira að segja kom fyrir að við kæmumst héðan til Þorlákshafnar en þá var ófært áfram suður. Herjólfur sigldi til og frá Reykjavík og ferðin tók tólf tíma hvora leið. Fyrir kom að við kæmum heim að kvöldi þriðjudags úr leik fyrir sunnan helgina áður.“

 

Ef menn gutla við hlutina verða þeir gutlarar í öllu

„Alltaf var aðalmálið að koma sér sem fyrst heim, hvort heldur var úr fótboltaleikjum á meginlandinu eða að Heimaeyjargosi loknu! Enginn bilbugur var á fjölskyldunni að flytja til Eyja aftur haustið 1973. Ég með foreldrum mínum og systkinum og frúin, Hanna Margrét Þórðardóttir, aðeins síðar. Hún vann í banka í Keflavík. Við eigum tvo fína peyja, Þórð og Ásgeir. Þórður hefur lokið doktorsprófi og rekur krabbameinsrannsóknarstofu í Heidelberg í Þýskalandi, Ásgeir býr með eiginkonu sinni, Gunnhildi Magnúsdóttur, og fjölskyldu í Nannestad í Noregi. Þar eigum við þrjú afa- og ömmubörn, Samúel Mána, Írisi Björt og Freyju Dögg.

Fyrst eftir gos bjuggum við á loftinu heima á hjá foreldrum mínum en fórum svo út í að byggja eigið hús. Þá unnu menn sem allra mest sjálfir í húsunum sínum og næstu misserin stundaði ég vaktavinnu í gúanóinu, spilaði á fullu með ÍBV og byggði hús. Ekki var nú sofið mikið þá.

Það þýðir heldur ekkert að gutla við hlutina, annars verða menn gutlarar í hverju sem er. Hugarfarið skiptir öllu máli, líka í íþróttum. Nú spila menn fótbolta um allan heim fyrir peninga frekar en félögin sín og virðast þurfa þriggja daga hvíld fyrir leiki og aðra þrjá daga til að jafna sig.

Við spiluðum með hjartanu fyrir ÍBV og Eyjarnar og létum okkur ekki einu sinni dreyma um að fá borgað fyrir það.“

Meiðslin 1975 gleymast ekki

Óskar slasaðist illa á æfingu á malarvellinum í Eyjum vorið 1975 og var fluttur suður til aðgerðar á Borgarspítalanum (sjá meðfylgjandi úrklippu úr Tímanum). Þau Hanna áttu þá von á fyrra barni sínu og slysið setti því bæði strik í reikninginn hjá þeim og ÍBV.

„Ég man vel eftir slysinu og afleiðingum þess en þetta reddaðist allt! Sterkast í minningunni er samt heimferðin til Eyja af Borgarspítala á þriðja sólarhring eftir að ég slasaðist. Mér var lyft yfir í sjúkrarúm og sendur í sjúkrabíl út á flugvöll þar sem Fokkervél Flugfélags Íslands beið. Kuldaskítur en sjúkraflutningamennirnir harðneituðu að setja rúmið úr bílnum um borð í vélina heldur annað rúm sem stóð á flughlaðinu.

Ég var gifsaður upp í nára, í nærbuxum og skyrtubol merktum Borgarspítala. Þeir vildu ekki bara halda sjúkrarúminu eftir í Reykjavík heldur nærfötunum líka! Ég þurfti því bæði að skipta um föt og rúm þarna úti í kalsanum. Ekki nóg með það, mér var komið fyrir í farangursgeymslu vélarinnar með töskum og kössum, svo var bara lokað og læst.

Þarna beið ég skjálfandi í hálftíma, einn og yfirgefinn, þar til kallað var út í vél. Flugfreyjan kom þá með teppi og breiddi yfir mig en það breytti ekki miklu, svo mikill var kuldinn. Ég hélt hreinlega að ég dræpist í þessu furðulega „sjúkraflugi“ og get varla lýst því hve feginn ég að komast loksins heim og á sjúkrahúsið í Eyjum eftir heldur ógeðfellda lífsreynslu.“

 

Lífið er ekki beint strik

Óskar Valtýsson man tvenna tíma í fiskimjölsverksmiðjunni sem yfirleitt var kölluð gúanóið á árum áður. Tækninni fleygði fram, afköstin jukust og starfsmönnum fækkaði.

„Þetta er allt orðið tölvustýrt og myndavélar út um allt. Eins gott að menn komi ekki hingað inn með kvenfólk og láti vel að því. Það gæti orðið skemmtilegt bíómynd.

Verksmiðjan var endurbyggð upp úr 1990 og ýmis búnaður endurnýjaður eftir það.

Sumarið 2000 var tilkynnt að Vinnslustöðin og Ísfélagið myndu sameinast og Morgunblaðið sagði frá því að Jóhann Pétur Andersen hjá Ísfélaginu yrði framkvæmdastjóri fiskimjölsverksmiðjunnar. Hann mætti meira að segja hingað og fór að stjórna en menn fóru víst langt fram úr sér. Þetta gekk allt til baka, sem betur fer.“

Rauða ljónið á miðjunni ætlar að vinna í gúanóinu í hálft annað ár í viðbót og láta svo gott heita.

„Ég er afskaplega sáttur við lífið og tilveruna. Lífið er ekki beint strik en mestu máli skiptir að hafa hugarfarið í lagi og nudda áfram.

Þegar ég hætti að vinna verður ÍBV-liðið í karlafótboltanum komið aftur upp í úrvalsdeild. Sannaðu til.“

 Úrklippusafn frá gullaldarárunum og jólasveinaverkstæðinu

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst