Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sl. þriðjudag var kosning í ráð, nefndir og stjórnir á vegum sveitarfélagsins. Tillaga um skipun aðila í stjórn Herjólfs var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa. En hana skipa:
Aðalmenn: Páll Scheving sem verður formaður, Rannveig Ísfjörð, Sigurbergur Ármannsson, Helga Kristín Kolbeins og Björg Þórðardóttir. Varamenn verða Sæunn Magnúsdóttir og Einar Gunnarsson.
Úr stjórn ganga þau Agnes Einarsdóttir og Guðlaugur Friðþórsson. Rannveig var áður varamaður en tekur nú sæti sem aðalmaður. Þá kemur Björg Þórðardóttir inn í stjórnina og Einar Gunnarsson kemur inn sem varamaður.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst