Tveir styrkir til bæjarins
9. apríl, 2025
Eyjakvold Eldheimar
Í Eldheimum. Stórtónleikar verða í Eldheimum á Goslokahátíðinni í sumar. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði Suðurlands. Um er að ræða fyrri úthlutun sjóðsins árið 2025. Umsóknir voru samtals 122, í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna bárust 31 umsóknir og 91 í flokki menningarverkefna.

Rúmlega 42 milljónum úthlutað

Að þessu sinni var 42,120,000 kr. úthlutað,  16,300,000 kr. til 11 verkefna í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar og 25,8 m.kr. til 53 verkefna í flokki menningar. Samtals eru veittir styrkir til 64 verkefna.

Hæstu styrkina í flokki menningarverkefna hlutu að þessu sinni Sumartónleikar Skálholtskirkju fyrir verkefnið 50 ára afmæli Sumartónleika í Skálholti sem hlaut 1.5 m.kr., Sinfóníuhljómsveit Suðurlands fyrir verkefnið Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands 2025 sem hlaut 1 m.kr.  og Hlynur Pálmason fyrir verkefnið ÞRIGGJA VETRA sem hlaut 900. þúsund kr.

Hæstu styrkina í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar hlutu að þessu sinni Grænlaut nýsköpun ehf fyrir verkefnið (steam) Blast the Bast, Midbik ehf fyrir verkefnið Markaðssókn Midbiks 2.0 og Valorka ehf fyrir verkefnið Sjávarfallahverfill, fá verkefnin hvert um sig styrk að upphæð 2.5 m.kr., segir í frétt á vefsíðu SASS.

Vestmannaeyjabær fékk styrki í tvö verkefni. Hér að neðan má fræðast frekar um þau.

Upphaf Vesturheimsferða – 170 ára afmælisráðstefna

Vestmannaeyjabær fékk 400.000 kr. vegna verkefnisins “Upphaf Vesturheimsferða – 170 ára afmælisráðstefna”.

Árið 2025 eru 170 ár frá því að fyrstu Vesturheimsfararnir frá Íslandi settust að í Utah. Af því tilefni heldur Safnahús Vestmannaeyja ráðstefnu 6.–8. júní með fræðimönnum frá Íslandi og Bandaríkjunum. Fjallað verður um fyrstu Vesturfarana, áhrif þeirra á Ísland og tengsl við Utah. Ráðstefnan mun efla þekkingu á þessum sögulega atburði og viðhalda menningararfi Vestmannaeyja.

Úr klassík í popp

Hitt verkefnið nefnist “ÚR KLASSÍK Í POPP” sem verða stórtónleikar í Eldheimum á Goslokahátíðinni í sumar. Á tónleikunum verður flutt Popp tónlist eftir stórstjörnur á við Billy Joel,Led Zeppelin, Bob Dylan og Bítlana. Öll lögin á tónleikunum eiga það sameiginlegt að vera samin undir áhrifum frá stóru tónskáldum fyrri alda s.s. Bach, Beethoven, Tschaikowsky og fleiri. Uppruni lagana verður líka stuttlega rakin. Allt tónlistarfólkið sem fram kemur er frá Vestmannaeyjum. Styrkurinn í þetta verkefni nemur 350.000 kr.

Hér má sjá alla styrkhafana.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst