Miðstöðin er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað af Sigurvin Marinó Jónssyni árið 1940, en fyrstu 10 árin var fyrirtækið rekið undir hans nafni. Árið 1950 fékk fyrirtækið nafnið Miðstöðin.
Miðstöðin byrjaði sem pípulagningafyrirtæki og var til húsa að Faxastíg 25 með verkstæði. 1959 flytur Miðstöðin yfir götuna að Faxastíg 26 og bætir þá hreinlætistækjum og flísum í vöruúrvalið. Sonur Sigurvins Marinós, Sigursteinn, kemur inn í fyrirtækið ásamt eiginkonu sinni, Sigfríði, og ráku þau saman fyrirtækið þar til Sigurvin Marinó lést árið 1962. | Marinó, sonur Sigursteins og núverandi eigandi Miðstöðvarinnar, byrjaði snemma að starfa hjá fyrirtækinu, og tóku hann og Marý, eiginkona hans, við rekstrinum árið 1991. Árið 1996 gjörbreyttist öll aðstaða þegar Marinó og Marý festu kaup á neðstu hæðinni í húsinu Vosbúð við Strandveg og jókst þá vöruúrvalið enn meira. Árið 2005 flutti Miðstöðin svo í enn stærra húsnæði að Strandvegi 30. Umsvif Miðstöðvarinnar hafa aukist mikið við þessa flutninga. Í dag eru starfsmenn Miðstöðvarinnar 25, þar af starfa 16 í pípulögnum. Til samanburðar voru pípulagningamenn 6 talsins árið 2010.
Miðstöðin hefur verið á byggingamarkaði frá stofnun fyrirtækisins, með góðum árangri. Verkefnin eru allt frá því að vera smávægilegar viðgerðir í heimahúsum, til uppsetninga á heilum lagnakerfum í frystihúsum og allt þar á milli. Viðskiptin aukast með hverju árinu og verkefnin hrannast inn, og virðast stækka og stækka með tímanum. Miðstöðin leggur kapp á að veita góða og faglega þjónustu, ásamt því að bjóða upp á gæðavörur í öllum vöruflokkum. Slagorð Miðstöðvarinnar er „Í meistara höndum“ og viljum við standa undir því alla daga. Miðstöðin er í góðum samskiptum við viðskiptavini sína, og er mikið rennsli í gegnum verslunina á hverjum degi. Einnig erum við í stöðugu sambandi við verktaka.
Mikið vöruúrval
Í gegnum tíðina hefur Miðstöðin náð að mynda góð viðskiptasambönd við mörg fyrirtæki. Má þar helst nefna Álfaborg, Tengi, Málningu, Vatn og Veitur, Þór, Þ.Þorgrímsson, Hagi, SET og f leiri. Vöruúrval Miðstöðvarinnar er mjög mikið, en til að draga stærstu vöruflokkana út má nefna f lísar, harðparket, vinyl- og korkgólfefni ásamt viðarparketi, hreinlætistæki, inni- og útimálning, verkfæri (bæði handverkfæri og rafmagns/rafhlöðu verkfæri), vinnufatnað og erum svo með risastóran lager af pípulagningaefni. Framtíðin í byggingariðnaðinum hér í Vestmannaeyjum er mjög björt. Það eru mörg risastór verkefni í gangi og mörg risastór verkefni sem eru í startholunum eða á teikniborðinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst