Miðstöðin byggir á traustum grunni
9. apríl, 2025
Starfsfólk Miðstöðvarinnar. Efri röð frá vinstri, Daddi, Laugi, Björgvin, Arnar Þór, Gauti, Steini, Martin, Ísak, Anton, Valur, Ásmundur, Kási, Stefán, Gummi, Svenni, Styrmir, Bjarki og Ísak. Neðri röð frá vinstri, Óskar, Villi, Mari, Emelía, Sæþór, Ómar og Arnar Freyr. Mynd Óskar Pétur.

Miðstöðin er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað af Sigurvin Marinó Jónssyni árið 1940, en fyrstu 10 árin var fyrirtækið rekið undir hans nafni. Árið 1950 fékk fyrirtækið nafnið Miðstöðin.

Miðstöðin byrjaði sem pípulagningafyrirtæki og var til húsa að Faxastíg 25 með verkstæði. 1959 flytur Miðstöðin yfir götuna að Faxastíg 26 og bætir þá hreinlætistækjum og flísum í vöruúrvalið. Sonur Sigurvins Marinós, Sigursteinn, kemur inn í fyrirtækið ásamt eiginkonu sinni, Sigfríði, og ráku þau saman fyrirtækið þar til Sigurvin Marinó lést árið 1962. | Marinó, sonur Sigursteins og núverandi eigandi Miðstöðvarinnar, byrjaði snemma að starfa hjá fyrirtækinu, og tóku hann og Marý, eiginkona hans, við rekstrinum árið 1991. Árið 1996 gjörbreyttist öll aðstaða þegar Marinó og Marý festu kaup á neðstu hæðinni í húsinu Vosbúð við Strandveg og jókst þá vöruúrvalið enn meira. Árið 2005 flutti Miðstöðin svo í enn stærra húsnæði að Strandvegi 30. Umsvif Miðstöðvarinnar hafa aukist mikið við þessa flutninga. Í dag eru starfsmenn Miðstöðvarinnar 25, þar af starfa 16 í pípulögnum. Til samanburðar voru pípulagningamenn 6 talsins árið 2010.

Miðstöðin hefur verið á byggingamarkaði frá stofnun fyrirtækisins, með góðum árangri. Verkefnin eru allt frá því að vera smávægilegar viðgerðir í heimahúsum, til uppsetninga á heilum lagnakerfum í frystihúsum og allt þar á milli. Viðskiptin aukast með hverju árinu og verkefnin hrannast inn, og virðast stækka og stækka með tímanum. Miðstöðin leggur kapp á að veita góða og faglega þjónustu, ásamt því að bjóða upp á gæðavörur í öllum vöruflokkum. Slagorð Miðstöðvarinnar er „Í meistara höndum“ og viljum við standa undir því alla daga. Miðstöðin er í góðum samskiptum við viðskiptavini sína, og er mikið rennsli í gegnum verslunina á hverjum degi. Einnig erum við í stöðugu sambandi við verktaka.

Mikið vöruúrval

Í gegnum tíðina hefur Miðstöðin náð að mynda góð viðskiptasambönd við mörg fyrirtæki. Má þar helst nefna Álfaborg, Tengi, Málningu, Vatn og Veitur, Þór, Þ.Þorgrímsson, Hagi, SET og f leiri. Vöruúrval Miðstöðvarinnar er mjög mikið, en til að draga stærstu vöruflokkana út má nefna f lísar, harðparket, vinyl- og korkgólfefni ásamt viðarparketi, hreinlætistæki, inni- og útimálning, verkfæri (bæði handverkfæri og rafmagns/rafhlöðu verkfæri), vinnufatnað og erum svo með risastóran lager af pípulagningaefni. Framtíðin í byggingariðnaðinum hér í Vestmannaeyjum er mjög björt. Það eru mörg risastór verkefni í gangi og mörg risastór verkefni sem eru í startholunum eða á teikniborðinu.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst