Frönsk útgáfa á Tyrkjaránssögum
5. maí, 2025
Virkisveggir Rabat (Salé), óbreyttir frá tima Tyrkjaránsins.

Karl Smári Hreinsson

Nú fyrir skömmu kom út frönsk þýðing á Reisubók séra Ólafs Egilssonar ásamt öðrum samtímaheimildum um Tyrkjaránið á Íslandi. Bókin er langítarlegasta verk sem gefið hefur verið út umTyrkjaránið frá því að Sögufélagið gaf út bókina Tyrkjaránið á Íslandi á árunum 1906-1909. Þýðinguna gerðu Karl Smári Hreinsson og Adam Nichols en þeir hafa í mörg undanfarin ár skrifað og gefið út bækur um Tyrkjaránið á Íslandi.

Árásin í Norðurhöfum

Titill bókarinnar á frönsku er La Septentrionale – L´historie des raids corsairs barbaresques de Salé et d´Alger sur L´Islande en 1627 sem þýða má sem: Árásin í Norðurhöfum – saga árásar barbarísku korseranna frá Salé og Algeirsborg á Ísland árið 1627. Úgefandi frönsku þýðingarinnar er Éditions la Croisée des Chemins í Casablanca í Marokkó en það er mjög virt bókaútgáfa og sú stærsta í Afríku. Þetta er í fyrsta sinn sem bók um Tyrkjaránið kemur út á frönsku. Formála skrifar Leila Maziane, prófessor í sagnfræði og deildarforseti við Hassan II háskólann í Casablanca. En það var hún sem hvatti eindregið til  þess að bókin yrði gefin út. Bókin er alls 420 blaðsíður, ásamt kortum, nafnaskrá og heimildaskrá. Útgáfa bókarinnar var styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta og sambærilegri stofnun í Marokkó.

Heimildir um Tyrkjaránið 1627

Megin efni bókarinnar eru allar helstu heimildir sem til eru um Tyrkjaránið á Íslandi en það eru; Tyrkjaráns saga Björns á Skarðsá frá árinu 1643 en Björn studdist ma við heimildir sem nú eru glataðar, ritaða frásögn Einars Loftssonar í Vestmannaeyjum og skrif Halldórs Jónssonar frá Járngerðarstöðum í Grindavík, en þeim var báðum rænt en leystir út og snéru aftur til Íslands. Önnur aðalheimild um Tyrkjaránið er Reisubók séra Ólafs Egilssonar prests í Vestmannaeyjum. Honun var rænt á en látinn laus og kom til baka ári síðar og hóf fljótlega að skrifa Reisubók sína. Af öðrum samtímaheimildum má nefna frásögn Kláusar Eyjólfssonar lögréttumanns og nokkur bréf skrifaðar af Íslendingum í ánauð í Barbaríinu en svo kölluðu Íslendingar þrælaborgir Norður-Afríku. Einnig bréf Jóns stúdents frá Járngerðarstöðum í Grindavík og Guttorms Hallssonar frá Búlandsnesi við Djúpavog. Báðir skrifuðu ítarlegar lýsingar á aðstæðum í Barbaríinu.  Einnig er fjallað um útkaup íslenska fólksins sem keypt var úr ánauðinni á árunum 1635 til 1636 en þá um 35 Íslendinar voru keyptir út og ári síðar eða komu 27 þeirra til baka. Í bókinni er einnig kafli um skrif nokkurra erlendra manna sem styðja við íslenskar frásagnir og heimildir og gefa fyllri mynd af aðstæðum fólksins sem rænt var.

 

Tvö aðskilin Tyrkjarán

Þegar talað er um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 er venjulega talað um það í eintölu eins og um eitt rán hafi verið að ræða. En sú var ekki raunin, ránin voru tvö, annars vegar ránið í Grindavík um sumarsólstöður 1627 og hins vegar ránin á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum nokkrum vikum síðar. Ránið á Austfjörum hefur að fallið í skuggann af ráninu í Vestmannaeyjum og lítið hefur verið skrifað um það þrátt fyrir að um 110 manns hafi verið rænt þar og nokkrir verið drepnir eða limlestir og verðmætum rænt og byggingar skemmdar. Sömu ránsmenn og rændu á Austfjörðum rændu síðan nokkrum dögum síðar í Vestmannaeyjum alls að talið er 242 manneskjum og um 36 manns voru drepin. Foringi ránanna á Austfjörðum og í Vestmannaeyum var Murat Flammengo, hollenskur sjóræningi sem snúist hafði til íslams og gerði út frá Algeirsborg í Norður-Afríku.

 

F.v.Ibrahim Slaoui, formaður sögufélags í Casablanca, Leila Matziane prófessor. Karl Smári áritar nýju bókina.

Grindavíkurránið

Foringi þess ránsins í Grindaík var Jan Janszoon, hollenskur sjóræningi sem snúist hafði til íslams og tók upp nafnið Múrað Reis og gerði út frá Salé á Atlantshafsströnd Marokkó. Múrað Reis var alræmdur og mjög vel þekktur í Salé enda einskonar hafnar-eða borgarstjóri þar um tíma. Aðeins fáum Íslendingum var rænt í Grindavík og flestir þeirra tilheyrðu sömu fjölskyldu, Járngerðarstaðafólkinu. Allmörgum útlendum sjómönnum ásamt Dönum var einnig rænt í Grindavíkurráninu. Þetta fólk var allt flutt til Salé þar sem það var selt í þrældóm á þrælamarkaði borgarinnar. Þrír einstaklingar frá Járngerðarstöðum voru leystir út og komust aftur heim. Þar á meðal Halldór Jónsson sem síðar var oft er nefndur Halldór hertekni. Hann tók saman lýsingu á ráninu og ferð sinni og tíma í Afríku. Sú heimild er nú glötuð en hefur varðveist í endursögn í Tyrkjaránssögu Björns á Skarðsá.

Salé í Marokkó

Íslendingar líkt og aðrir Evrópubúar nefndu alla múslima frá Norður-Afríku Tyrki, þar sem þjóðirnar við sunnanvert Miðjarðarhaf voru undir stjórn Tyrkjasoldáns. Því er talað um Tyrki þótt fæstir sjóræningjanna sem til Íslands komu hafi komið frá því Tyrklandi sem við þekkjum það í dag.  Á dögum Tyrkjaránsins var Marokkó ekki undir stjórn Tyrkjasoldáns og Salé sem þá var þekkt sjóræningjabæli var í raun stjálfstæð borg frá Marokkó.

 

Karl Smári og Leila Matziane sitja fyrir svörum á ráðstefnu í Casablanca um Tyrkjaránið.

Mikilvægi íslenskra heimilda

Skömmu efir að bókin La Razzia Septentrionale kom út í Casablanca var greinarhöfundi boðið til Marokkó til að halda fyrirlestur um Tyrkjaránið og þátt Marokkómanna í ráninu í Grindavík. Það kom í ljós á þessum fyirlestri að það er mikill áhugi í Marokkó á þessu tímabili í sögu Marokkó, en hingað til hafa sagnfræðingar þar í landi ekki fjallað mikið um þetta tímabil. Bókin La Razzia Septentrionale kom því eins og himnasending upp í hendurnar á sagnfræðingum og áhugafólki um sögu Marokkó. Mikilvægi íslensku heimildanna um Tyrkjaránið sem nú eru aðgengilegar á frönsku er því stórt innlegg í sögu sjórána og þrælaverslunar í Marokkó og í Norður-Afríku.  Það sýnir sig best í því að á þessu ári er sögufélag í Casablanca með sérstakt þema þar sem sjórána og siglinga og fríbítara (korsera) er minnst með margvíslegum hætti. Þeir sem standa þessu sögufélagi vilja mjög gjarna vera í sambandi við sögufélög á Íslandi og minnast þessarar sameiginlegu sögu landanna. Áður fyrr voru það Íslendingar sem fóru í víking og rændu og rupluðu fólki og verðmætum og voru stoltir af. Nú virðast Marokkómenn vera stoltir af sínum sjóvíkingum á 17. öld. Dæmið hefur því snúist við. En eitt hafa Íslendingar fram yfir Marokkómenn og Alsíringa. Þeir voru sískrifandi og varðveittu þær heimildir sem hvergi annars staðar er að finna í heiminum.

Sjóræningjar, fríbýtarar og korserar

Hafa verður í huga að þeir sjóræningjar sem komu frá Salé í Marokkó og sjóræningjaborgum á norðurströnd Afríku voru fríbítarar eða korserar eins og þeir eru oft kallaðir, þe þeir höfðu sérstakt leyfisbréf frá þeim borgum sem þeir gerðu út frá til að stunda sjórán,og stunduðu rán á landi og sjó eins og hverja aðra atvinnu. En sjóræningjar á hinn bóginn voru líkt og víkingarnir án allra leyfa til ránsskapar. (orðið sjóræningi er reyndar oft notað  sem hugtak sem nær yfir sjóræningja hvort sem þeir hafa leyfi til sjórána eða ekki, og orðið korseri er sérstaklega notað yfir fríbýtara frá norðurströnd Afríku og Marokkó.

 

Virkisveggir Rabat (áður Salé) við mynni Bou Regret árinnar. Sér út á Atlandshafið. Aðsendar myndir.

Tyrkjaránssögur efni í forsíðugrein

Nú rétt fyrir páska kom grein í tímaritinu Maroc Hebdo, sem er hálfsmánaðar tímarit sem gefið er út í Casablanca um bókina La Razzia Septentrionale ásamt löngu viðtali við Karl Smára Hreinsson. Greinin er reyndar forsíðufrétt og öll forsíðan er lögð undir teikningu af sjóræningjaskipi ásamt mynd af nýju bókinni. Inni í blaðinu er síðan ítarleg grein um útgáfu og efni bókarinnar. Þess ber að geta að þetta tímarit er mjög virt í Marokkó og er dreift víðar í frönskumælandi löndum og reyndar dreif víða um Bandaríkin enda höfðar tímaritið ekki síst til ráðamanna og þeirra sem stunda viðskipti við Marokkó. Líklega má fullyrða að engin bók um sögulegt íslenskt efni hefur ekki áður komið út í Afríku eða fengið jafn mikla umfjöllun og þessi grein ber vitni um.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.