Víðir Reynisson: ,,Sögðumst ekki ætla að fara svona hratt"
14. júlí, 2025
Víðir Reynisson. Ljósmynd/aðsend

Víðir Reynisson þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Samfylkinguna var fyrir skemmstu á ferð um Vestmannaeyjar. Segja má að Víðir hafi sterka tengingu við byggðamál og eins við öryggi samfélaga þar sem hann starfaði lengi á sviði almannavarna. Ritstjóri Eyjafrétta settist niður með Víði á dögunum og ræddi við hann um þingstörfin og þau mál sem brenna á mörgum í Eyjum.

Víðir tók sæti á þingi í lok síðasta árs og segir hann að hann kunni vel við sig í nýju starfi. Stór hluti af viðtalinu fór í að ræða veiðigjöldin og birtist það viðtal á vefsíðu Eyjafrétta í aðdraganda ráðstefnu sem Eyjafréttir héldu í síðasta mánuði um málið. Hér verða öðrum málum sem rædd voru við þingmanninn gerð skil. Þó er ekki hægt að sleppa veiðigjaldaumræðunni alveg því vendingar urðu í því er varðar Víði og hans orð á ráðstefnunni eftir að Eyjafréttir birtu ræðu hans á vefnum. „Við sögðumst ætla að hækka veiðigjöldin. Við sögðumst ekki ætla að gera það svona hratt og það er það sem ég hef áhyggjur af í málinu í heild sinni,“ sagði Víðir m.a. í ræðu sinni. Þá sagði hann: „Ég er búinn að hlusta, ég mun fá gögnin, hef áður tekið við gögnunum, hef kynnt þau fyrir þeim stjórnarþingmönnum sem sitja í atvinnuveganefndinni og átt við þau gott samtal. Ég hef alveg komið mínum áhyggjum á framfæri í því sem snýr að Vestmannaeyjum og Suðurkjördæmi.“

Til móts við áhyggjur fólks í Eyjum

Fréttavefurinn mbl.is spurði Víði út í þessi ummæli. Helstu áhyggjur Víðis sneru að hraðanum á hækkun veiðigjalda, hvort útgerðin gæti borgað meira, aðkomu skattsins, afslætti minni- og meðalstóru útgerðanna og útreikningi makrílverðsins. Hann sagði nefndina hafa mætt þessu öllu. Hann segist hafa á ráðstefnunni verið spurður út í ummæli sín á opnum kosningafundi Samfylkingarinnar sem haldinn var í nóvember þar sem hann sagði f lokkinn ætla í auðlinda-gjaldaumræðu og vinnu á lengri tíma. „Síðan var ákveðið að fara aðra leið í því og málið fór í gegnum mikla fyrstu umræðu og svo fyrir nefndina,“ sagði Víðir í samtali við mbl.is. Hann sagði atvinnuveganefnd hafa fengið til sín rúmlega 50 gesti tengda umræðunni um veiðigjöld og það var mat nefndarinnar að málið væri tilbúið fyrir þinglega meðferð. Hann segir nefndina hafa komið til móts við þær áhyggjur sem fólk hafði á fundinum í Vestmannaeyjum.

Von um að rannsóknir hefjist í ár

Eitt af þeim málum sem brennur á mörgum Eyjamönnum er jarðgangnagerð milli lands og Eyja. Blaðamaður rifjaði upp fyrir Víði þann þverpólitíska vilja allra framboða í aðdraganda síðustu kosninga að tryggja fjármagn til rannsókna á jarðlögum á svæðinu. Víðir sagði að búið væri að senda inn þingsályktunartillögu um málið og eins senda inn fyrirspurnir. „Það mun ekki skila miklu þegar svona mikið er í gangi í þinginu,“ sagði hann og bætti við „Ég er búinn að funda í tvígang með innviðaráðherra og hans aðstoðarmönnum og fara yfir mikilvægi þess að það verði fundnir fjármunir núna til þess að setja þetta verkefni af stað. Þetta eru 60 milljónir sem að þarf til að gera fyrstu rannsóknina og er enn að vinna í þessu og hef rætt þetta við bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra og eins og ég nefndi áðan við innviðaráðherra að þetta sé mikilvægt í þessu innviðaátaki sem við erum að fara í. Nú er búið að setja inn 3 milljarða til viðbótar til viðgerðar í vegakerfinu og 60 milljónir í stóru myndinni er kannski ekki neitt risamál en ef maður skoðar verkefnið og tímann sem það tekur að fá niðurstöðurnar úr öllum fjórum fösunum sem að er búið að leggja til að verði gerðir þá skiptir auðvitað bara máli að reyna að koma fyrsta fasanum af stað strax á þessu ári. Ég er ekki búinn að gefa upp von með það.“

Talandi um göng þá er fleira sem hangir á spýtunni. Allar lagnir sem hingað þarf að leggja. Nú erum við að horfa á bæði lagningu nýs rafstrengs og vatnslagnar. Þetta færi allt í göngin væru þau til staðar?

Það er alveg ljóst að þær lagnir sem að væri hægt að setja í svona göng yrðu margfalt ódýrari heldur en þær sem þarf að leggja í sjó. Það er gríðarlegur munur á t.d. rafstrengjunum sem er verið að fara að endurnýja hérna. Verðið á svona sæstrengjum er margfalt miðað við þá strengi sem hægt væri að leggja í stokk í svona göngum. Að ógleymdu því aðgengi sem þú hefur til að þjónusta slíka strengi og sinna viðhaldi með t.d. samtengingum sem ekki er mögulegt í sjó. Ef að niðurstöðurnar úr þessum fjórum fösum segja okkur að þetta sé hægt, þá held ég að þessi göng verði að veruleika vegna þess að þau munu alltaf verða hagkvæm. Þegar við leggjum allt hitt saman, rekstur ferju og viðhald Landeyjahafnar og allt sem því fylgir þá benda allar skýrslur til þess að þessi göng verði hagkvæm.

Jarðgöng kjörið verkefni fyrir innviðasjóð

Aðspurður um hvort þetta verkefni henti ekki vel fyrir nýjan innviðasjóð sem til stendur að setja á laggirnar í samstarfi við lífeyrissjóði landsins segir Víðir að þetta væri alveg kjörið verkefni í það. „Vegna þess að umferðin í göngin yrði alltaf það mikil að veltan af þeim – þó að þau væru mjög dýr – væru hugsanlega dýrustu göngin sem við værum að fara í, þá er veltan af þeim alltaf meiri en af mjög mörgum öðrum dýrum göngum. Þannig að fyrir fjárfesta væru þessi göng alltaf spennandi kostur. Eins og ég segi þá vil ég bara fá svarið við fyrstu rannsókninni – er þetta hægt og ef að þetta er hægt – þá er mér sagt að ef að rannsóknirnar hér í Eyjum yrðu jákvæðar þá verði hitt ekki áskorunin.“

Skoða Landeyjahöfn samhliða

Víðir segir jafnframt að á sama tíma og verið sé að reyna að þoka þessu máli áfram þá er einnig verið að skoða varðandi bætur á Landeyjahöfn og þjónustuna við hana. „Við vitum að miðað við skýrsluna þá taka þessar rannsóknir töluverðan tíma og Landeyjahöfn þarf að virka vel á meðan. Ég er búinn að kalla eftir því að fá allar skýrslur sem gerðar hafa verið um höfnina síðustu árin. Ég hef ekki séð neinar fullmótaðar tillögur um breytingar en það hefur ýmislegt verið rætt. Ýmislegt verið sett niður. Ef það er hægt að gera eitthvað fyrir höfnina þannig að það bætist eitthvað við. Ef að það væri hægt að sigla þangað 25-30 daga til viðbótar á ári. Það væri til mikils að vinna. Að sjá bara ferðaþjónustuna hér í Eyjum. Hversu fjölbreytt og flott hún er. En hvað það háir henni rosalega þessi tími sem höfnin er lokuð.“

Vilja jafna orkukostnaðinn

Víðir segir að þingmenn kjördæmisins vinni vel saman þegar kemur að stórum málum í kjördæminu og þá er hópurinn bara nokkuð sammála. „Eins og samgöngumálum í kjördæminu. Almenningur sér það sem við erum ósammála um en ekki það sem við erum sammála um. Eitt af því sem við höfum verið að vinna að eru orkumálin og raforkuverðið.“ Við byrjuðum að líta til garðyrkjubænda. Við settum peninga í sjóð svo að þeir gætu farið í orkuskipti. Annað sem við höfum verið að skoða er jöfnunargjaldið, f lutningsgjaldið, að breyta útreikningunum á því þannig að það skili betri árangri fyrir þau svæði sem eru raunverulega miklu dýrari. Það þýðir þá að höfuðborgarsvæðið borgar aðeins meira. Rafmagn á höfuðborgarsvæðinu er bara svo miklu ódýrara en annar staðar, þannig að jöfnunin er ekki í raun,“ segir hann.

Væri gaman að taka þetta verkefni lengra

Í lokin var Víðir spurður um að ríkið komi betur að uppbyggingu viðlegukants norðan Eiðis. Slíkur kantur er sérlega mikilvægur í almannavarnakerfi Eyjamanna sem flóttaleið komi upp sú staða að núverandi innsigling lokist. Varðandi það sagði þingmaðurinn að með tilkomu Laxey og auknum þungaflutningum megi búast við að stærri skip fari að sigla hingað.

„Þessi flutningaskip eru alltaf að verða stærri og stærri og þá er orðið þrengra um innan hafnar. Þá getur þetta verið góð viðskiptahugmynd um leið og þetta eykur öryggið og minnkar álagið í innri höfninni. Þá gætu einnig stærri farþegaskipin lagst þarna að. Eins og þetta er í slíkum framkvæmdum í dag þá borgar ríkið 60% og sveitarfélögin 40%. Mætti ekki skoða það að hækka hlutfall ríkisins í ljósi þess að þetta er flóttaleið? „Það hefur auðvitað verið farið í allskonar framkvæmdir undir öryggismerkinu í gegnum tíðina. Auðvitað væri gaman að taka þetta verkefni lengra með bæjarstjórninni. Fara í frumskoðun á þessu til að átta sig á stærðargráðunni, hvernig þetta gæti litið út og hvað þetta myndi kosta.“

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.