Dótturfélag Vinnslustöðvarinnar á hátíð saltfisksins
20. ágúst, 2025
IMG 20250817 WA0000
Grupeixe vann til tveggja verðlauna fyrir bát sinn og einnig til verðlauna fyrir besta stuðningsliðið. Bátur Grupeixe er fyrir miðju á myndinni. Ljósmynd/vsv.is

Frá 13. til 17. ágúst sl. fór hin vinsæla saltfiskhátíð Festival do Bacalhau fram í Ílhavo í Portúgal. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og frábært tækifæri til að fagna hefðbundinni saltfiskmenningu með tónlist, matargerð og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin er stærst sinnar tegundar í Portúgal og eflaust í öllum heiminum, að því er segir í frétt á fréttasíðu Vinnslustöðvarinnar.

Dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, Grupeixe, var meðal þátttakenda og kynnti þar vörur sínar og starfsemi fyrir gestum hátíðarinnar. Nuno Araújo, framkvæmdastjóri Grupeixe, var á svæðinu ásamt starfsfólki félagsins sem tók virkan þátt í hátíðinni.

Grupeixe er vel þekkt í Portúgal fyrir gæða saltfisk og er hátíðin frábær vettvangur til að hitta viðskiptavini, matreiðslufólk og áhugasama neytendur, auk þess að miðla þekkingu og ástríðu fyrir hefðbundnu fiskmeti.

Unnu til tveggja verðlauna

Ílhavo og nágrenni, með sinni ríkulegu sjómannasögu breytist í miðstöð saltfiskdýrkunar á meðan hátíðin stendur yfir. Þar má meðal annars finna lifandi tónlist, markaði, sjávarréttaveitingar af ýmsu tagi, matreiðslusýningar og jafnvel bátakeppni – allt undir formerkjum bacalhau.

Á matreiðslusýningunni var Grupeixe með bás þar sem Rita Alves, kokkur, eldaði ásamt hópi barna frá Ilhavo og töfruðu þau fram glæsilega saltfiskrétti.

Í bátakeppninni kemur fólk og fyrirtæki með heimasmíðaða báta og er hörð en skemmtileg keppni um hvaða bátur kemur fyrstur í mark. Allt er þetta gert með gleðina að vopni, sem allir hátíðargestir hafa gaman að. Grupeixe vann til tveggja verðlauna fyrir bát sinn og einnig til verðlauna fyrir besta stuðningsliðið.

Góð tilbreyting frá venjubundnum verkefnum

Nuno, framkvæmdastjóri Grupeixe var afar ánægður með hátíðina og þá góðu stemning sem þar ríkti.

„Við fáum auðvitað frábært tækifæri til að kynna fyrirtækið og vörur þess en að auki er þetta skemmtilegur viðburður sem starfsfólk okkar tekur þátt í. Það þjappar okkur enn betur saman og er góð tilbreyting frá venjubundnum verkefnum. Einnig styrkjum við um leið íþróttastarf og starf fyrir aldraða í nærsamfélagi okkar”

Samvinna milli íslensks sjávarútvegs og portúgalskrar matarmenningar á sér langa sögu og er þátttaka Grupeixe á hátíðinni er gott dæmi um sterka tengingu landanna í gegnum sjávarfang og matarmenningu, segir í fréttinni á vsv.is.

Fleiri myndir frá hátíðinni má sjá hér.

Á matreiðslusýningunni var Grupeixe með bás þar sem Rita Alves eldaði.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 7 Tbl 2025
7. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.