Aglow samverur eru fyrsta miðvikudagskvöld hvers mánaðar yfir vetrartímann. Núna í október er áhersla á að standa með og styðja konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein.
En þessi barátta snertir okkur á ýmsan hátt, beint eða óbeint, en eftir hverja nótt kemur dagur. Orðskviðir 4.18; Gata réttlátra er eins og bjartur árdagsljómi, því bjartari sem nær líður hádegi. Við höldum áfram, getum borið bleiku slaufuna, flaggað eða skreytt með bleiku á ýmsan hátt. En á þessu fyrsta kvöldi október ætla Aglow konur að koma saman kl. 19.30 í kvöld í safnaðarheimili Landakirkju. Við byrjum með léttum veitingum og svo kl. 20.00 syngjum við saman og nokkrar konur munu taka til máls. Við biðjum saman og hvetjum hver aðra til góðra verka.
Allar konur eru velkomnar í kvöld.
Næstu fundir 1. október, 5. nóvember og 3. desember -jólafundur og 7. janúar 2026.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst