Safnahelgin hefst í dag. Dagskráin hefst klukkan 13.30 og er síðasti viðburður dagsins klukkan 20.00. Setningin er í Stafkirkjunni klukkan 18.00. Hér að neðan gefur að líta dagskrá dagsins.
13:30 Safnahús: Ljósmyndadagur.
Elstu myndir af Vestmannaeyjum, frá 19. öld og nýlega afhend mannamyndasöfn frá 20. öld dregin fram.
17:00 Opnun á ljósmyndasýningu Óskars Péturs.
Fáir eru þeir viðburðirnir í Vestmannaeyjum á síðustu árum og áratugum sem Óskar Pétur hefur ekki fest á filmu. Úrval mynda hans hefur nú verið gefið út í upplagðri gjafabók, Westman Islands. Myndirnar á sýningunni eru úr bókinni sem verður til sölu á staðnum.
18:00 Stafkirkja: Setning.
Sr. Guðmundur Örn Jónsson og Kristín Jóhannsdóttir. Tónlistaratriði flytja Júlíanna S. Andersen og Kitty Kovács.
20:00 Höllin: Ég skal syngja fyrir þig.
Einar Ágúst færir okkur margar af þekktustu perlum Íslandssögunnar er hann syngur ljóð Jónasar Friðriks við undirleik Gosanna.
Aðrir viðburðir og opnunartímar:
Hvíta húsið við Strandveg.: Lista- og menningarfélagið verður með opið hús og opnar vinnustofur föstudag – sunnudags 13:00-16:00.
Eldheimar: Opið daglega kl. 13 :30– 16 :30.
Bókasafnið: Opið fimmtudag kl. 10-17, föstudag kl. 10-20 og laugardag kl. 12-15.
Einarsstofa: Opið daglega kl. 10-17.
Fágætissalur Safnahúss: Opið fimmtudag og föstudag kl. 13-17. Verið velkomin á varanlega sýningu á málverkum Jóhannesar S. Kjarvals og Júlíönu Sveinsdóttur. Margar af fágætustu bókum landsins eru einnig til sýnis á þessum einstaka stað.
Sagnheimar: Opið laugardag kl. 12:00-15:00.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst