Miðflokkurinn með 30,8% í Suðurkjördæmi
Oddvitar flokkanna (sem sæti eiga á þingi) í Suðurkjördæmi. Mynd/samsett

Ný könnun Þjóðarpúls Gallup sýnir að fylgi Miðflokksins eykst verulega í Suðurkjördæmi og er hann nú orðinn stærsti flokkur kjördæmisins með 30,8% fylgi. Samfylkingin mælist nú með 25,5% fylgi, og er þar með næststærsti flokkur kjördæmisins, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn með 20,9%.

Flokkur fólksins tapar áfram fylgi í Suðurkjördæmi

Samkvæmt nýjustu könnuninni, sem Gallup framkvæmdi dagana 3. til 30. nóvember 2025, mælist Miðflokkurinn með 30,8% fylgi í Suðurkjördæmi og er þar með stærsti flokkur kjördæmisins, en Samfylkingin er í öðru sæti með 25,5% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að tapa fylgi og fer úr 23,5% í 20,9%, á meðan Framsóknarflokkurinn hækkar úr 5,8% í 6,6%.

Flokkur fólksins missir jafnframt fylgi, úr 9,9% niður í 5,9%, og Viðreisn lækkar úr 8,8% í 6,2%. Sósíalistaflokkur Íslands fer úr 1,7% í 0,6%, Píratar mælast nú með 1,8% í stað 2,1%, Vinstri græn halda sig í 1,2%, og aðrir flokkar mælast óbreyttir með 0,4%.

Samfylkingin áfram stærst á landsvísu

Á landsvísu heldur Samfylkingin forystu með 31,1% fylgi, samkvæmt nýjustu Þjóðarpúls-könnun Gallup. Miðflokkurinn heldur þó áfram að sækja í sig veðrið og mælist nú með 19,5%, hækkun um rúm þrjú prósentustig frá fyrri mælingu.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 16,5%, Viðreisn 12,8%, Framsókn 5,6%, Flokkur fólksins 5,2%, Píratar 3,3% og Vinstri græn 3,2%.

Stuðningur við ríkisstjórnina er 59%, sem er tveimur prósentustigum minna en í síðustu könnun. Slétt 6% myndu skila auðu eða ekki kjósa, og 13% taka ekki afstöðu.

Um könnunina

Könnunin var framkvæmd dagana 3.–30. nóvember 2025, heildarúrtak 10.332 manns og þátttökuhlutfall 41,8%. Vikmörk eru 0,5–1,5 prósentustig eftir stærð flokka. Það er RÚV sem deilir niðurstöðum þjóðarpúlsins með Eyjafréttum.

Fylgi flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup í október og nóvember 2025.

Nýjustu fréttir

Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.