Skipar sjö manna fagráð
HSU Ads A7C1174
Starfsstöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Eyjum. LJósmynd/aðsend

Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, hefur skipað nýtt sjö manna fagráð til næstu þriggja ára.

Fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar að hlutverk fagráðsins sé að vera ráðgefandi vettvangur um faglega þróun og gæði þjónustu innan HSU. Ráðið skal stuðla að framþróun og faglegri umræðu þvert á starfsemi stofnunarinnar, með hag sjúklinga og samfélagsins að leiðarljósi.

Í fagráðinu sitja Andri Jón Heide, yfirlæknir á bráðamóttöku HSU, Aníta Ársælsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni í Vestmannaeyjum, Anna Margrét Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri á heilsugæslunni á Selfossi, Björn Jakob Magnússon, læknir á heilsugæslunni á Selfossi, Lóa Björk Óskarsdóttir, yfirlífeindafræðingur, Sverrir Örn Jónsson, sjúkraflutningamaður og Þórhildur Hjaltadóttir, hjúkrunarfræðingur og flæðisstjóri.

Við skipun fagráðsins var lögð áhersla á fjölbreytta þekkingu, reynslu og sjónarhorn úr ólíkum faggreinum innan heilbrigðisþjónustunnar. Markmiðið er að styrkja faglegt samtal, styðja við markvissa ákvörðunartöku og efla gæði þjónustu HSU til framtíðar.

Með skipun nýs fagráðs hefst nýtt starfstímabil í faglegu samráði innan HSU, í framhaldi af góðu starfi fyrra fagráðs. Ég vil þakka fráfarandi fagráði fyrir gott samstarf og um leið bjóða nýja fulltrúa velkomna til starfa í fagráði HSU. Í ráðinu situr öflugt og fjölbreytt teymi fagfólks sem mun án efa leggja mikilvægt af mörkum við áframhaldandi þróun og eflingu HSU, segir forstjóri HSU.

Nýjustu fréttir

Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.