Fjöldi Eyjamanna í sóttkví kominn í 288
Mynd: Facebook/Lögreglan í Vestmannaeyjum

Aðgerðastjórn Vestmannaeyja sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að staðfest smit eru orðin 11 í Vestmannaeyjum og eru 282 í sóttkví. Nýjasta staðfesta smitið varðar kennara í Grunnskóla Vestmannaeyja og var ákveðið að setja nemendur í 1.-4. bekk og alla starfsmenn skólans í svokallaða úrvinnslukví á meðan málið er til skoðunar. Þá er árgangur 2007 enn í úrvinnslukví þar sem enn er beðið sýna frá nemendum en næstum öll sýni sem rannsökuð hafa verið eru neikvæð.

Eins og fram hefur komið hafa öll tilfellin komið fram síðan á sunnudag og mikilvægt að spyrna kröftuglega við fótum. Af þeim sökum vill aðgerðastjórn beina því til íbúa Vestmannaeyja að halda sig eins mikið heima og mögulegt er næstu daga og forðast margmenni eins og kostur er. Þá er ánægjulegt að finna hversu þétt samfélagið stendur saman og hafa margir boðið fram aðstoð sína.

Nýjustu fréttir

Húsið of hátt – skipulagi breytt eftir á og nágrannar ósáttir
Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.