„Hugmyndin er sú að skima um allt land. Ætli við byrjum ekki í Vestmannaeyjum og á Austurlandi og svo á Norðurlandi. Við ætlum að senda pinna út á land til þeirra sem segjast geta tekið sýni, ætli það verði ekki á morgun eða hinn,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við mbl.is.
Eftir því sem fram kemur í frétt mbl er ekki hægt að bóka tíma í skimun þar sem nú er verið að taka sýni úr fólki sem átti bókaðan tíma en komst ekki vegna skorts á pinnum. „Það verður hægt að opna fyrir bókanir aftur mjög fljótlega, þetta gengur eins og í sögu,“ tekur Kári fram og segir að fjöldi sem greinast með COVID-19 sjúkdóminn sé á bilinu 0,5 til 1% þeirra sem koma í sýnatöku.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst