Ákveðið hefur verið að Herjólfur III sigli í dag, 15.júlí fjórar ferðir í Landeyjahöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur sendi frá sér rétt í þessu.

Brottför frá Vestmannaeyjum kl: 09:30, 12:00, 17:00 og 19:30
Brottför frá Landeyjahöfn kl: 10:45, 13:15, 18:15 og 20:45

Það er mat framkvæmdastjórnar Herjólfs ohf að tryggja þurfi með óyggjandi hætti öruggar samgöngur milli Vestmannaeyja og lands enda er þetta eini þjóðvegurinn sem íbúar og fyrirtæki í Vestmannaeyjum treysta á og er eina samgöngukerfið sem tryggir aðgengi íbúa og lögaðila að nauðsynlegri þjónustu.

Greiðar og öruggar samgöngur eru forsenda lífsgæða sem allir landsmenn gera kröfu til.

Undirmenn í áhöfn ferjunnar koma úr röðum annarra stéttarfélaga en Sjómannafélagi Íslands. Í þessum ferðum er ekki boðið upp á þjónustu í kaffiteríu ferjunnar. Biðjumst við velvirðingar á því.

Hægt er að bóka í þessar ferðir á www.herjolfur.is eða í síma 4812800.